Grindavík og Stjarnan mætast í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Öllum er í fersku minni úrslitarimma Grindavíkur og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta síðasta vetur þar sem Grindavík hafði betur í oddaleik. Hins vegar hafði Stjarnan betur í bikarúrslitaleik liðanna. Liðin mætast í Röstinni í kvöld kl. 19:15 og er vonast til að Grindavík frumsýni nýjan Kana í leiknum.

Stjarnan er jafnframt nýbúin að skipta um bandarískan leikmann en liðið hefur farið frekar illa af stað á mótinu. Grindavík er í 4. sæti með 6 stig en Stjarnan í 7. sæti með 4 stig.