Tap gegn Haukum og Pálína meiddist

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Haukum með 18 stiga mun, 86-68, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Tapið var ekki eina áfallið því lykilleikmaður liðsins, Pálína Gunnlaugsdóttir meiddist eftir 28 mínútna leik á hné og en óvíst er hversu alvarleg þau eru.

Bandarískur leikmaður Hauka, Lele Hardy, hélt heimaliðinu á floti og réðu Grindvíkingar illa við hana. Jóhanna Rún Styrmisdóttir átti flottan leik fyrir Grindavík en liðið þarf meira framlag frá Laren Oosdyke.

Haukar-Grindavík 86-68 (25-17, 19-19, 21-16, 21-16)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/5 fráköst, Lauren Oosdyke 9/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 8, Katrín Ösp Eyberg 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.

Staðan:
1. Keflavík 10 8 2 759:709 16 
2. Snæfell 10 8 2 776:658 16 
3. Haukar 10 6 4 791:734 12 
4. Grindavík 10 5 5 718:755 10 
5. Hamar 10 4 6 691:729 8 
6. Valur 10 4 6 730:748 8 
7. KR 10 3 7 685:721 6 
8. Njarðvík 10 2 8 688:784 4

Mynd, Vísir.is