Grindavík frumsýnir Lewis

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík frumsýnir nýjan bandarískan leikmann þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Er þetta fjórði leikmaðurinn sem kemur til landsins í vetur. Þesi nýjasti heitir Lewis Clinch jr og 26 ára og lék fyrir Georgia Tech háskólann. Hann hefur leikið í Ísrael, NBA-D League, í Puerto Rico svo eitthvað sé nefnt.

Grindavík sendi tvo fyrstu Kanana heim því þeir þóttu ekki nógu góðir. Þriðji Kaninn sem búið var að semja við fékk ekki leyfi hjá Útlendingastofnun þar sem hann var á sakaskrá en Lewis Clinch jr. er kominn með öll tilskilin leyfi og verður með í kvöld.