Árgangadiskó – Allir velkomnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í tilefni 30 ára fermingarafmæli 1969 árgangsins ætlar sá árangur að borða saman á Salthúsinu í Grindavík nk. laugardagskvöld. Um kl. 23 verður brjálað diskó þar sem allir eru velkomnir.  

Að sögn Ingvars Guðjónssonar mun DJ Flóvent þeyta skífum og sér árgangur 69 um að halda uppi stuðinu eins og honum einum er lagið.