Tilkynnt hefur verið um hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti 24. mars og gilda í 3 vikur. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Allar skipulagðar æfingar hjá Ungmennafélagi Grindavíkur munu því liggja niðri næstu þrjár vikurnar eða þar …
Aðalfundur UMFG fer fram í lok apríl
Aðalstjórn UMFG ákvað á fundi sínum í gær að færa aðalfund félagsins, sem áformað var að halda fyrir páska, fram til loka aprílmánaðar. Ástæðan er sú að fundarsalur félagsins, Gjáin, er upptekinn um þessar mundir og nýttur sem daggæsla fyrir ung börn í Grindavík. Stefnt er að því að halda aðaldund UMFG í lok apríl um leið og fundarsalur UMFG …
Einhamar færir UMFG rútu að gjöf
Ungmennafélag Grindavíkur fékk sannarlega frábæra gjöf í dag þegar forsvarsfólk sjávarútvegsfyrirtækisins Einhamars Seafood færði félaginu að gjöf 22 manna Mercedes rútu sem hefur verið merkt UMFG. Um er að ræða frábæra gjöf sem mun nýtast öllu félaginu vel í keppnisferðir á vegum félagsins. Rútan hefur verið í eigu Einhamars í nokkur ár og stóð til að skipta henni út og …
Vinningsnúmer í Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021
Dregið var úr seldum miðum í Happadrætti UMFG í gærkvöldi. Fulltrúi sýslumanns var viðstaddur til að tryggja að allt færi löglega fram. Nýtt met var sett í ár en alls seldust yfir 2500 miðar og þökkum við Grindvíkingum og öðrum velunnurum kærlega fyrir stuðninginn! Vinningsnúmer í Happadrætti UMFG 2021 1. Þyrluferð fyrir tvo með Reykjavík helicopters – Geothermal Adventure 6733 …
Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga hefst kl. 20:00
Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga verður haldið á morgun, laugardagskvöldið 20. febrúar. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og hafa Grindvíkingar verið hvattir til að taka kvöldið frá og hóa saman fólki í sinni þorrakúlu og hafa gaman saman. Ekki verður tekin greiðsla fyrir aðgang að streymi viðburðarins en þar sem að þorrablótið hefur verið ein af stærstu fjáröflunum boltadeilda UMFG síðustu ára vill …
Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021
Í tilefni af Þorrablóti UMFG sem fram fer þann 20. febrúar 2021 munu körfuknattleiks- og knattspyrnudeild Grindavíkur standa fyrir Happadrætti til stuðnings íþróttastarfinu hjá félaginu. Margir glæsilegir vinningar eru í boði og heildarverðmæti þeirra vel á aðra milljón króna. Miðaverð á happadrættismiðum UMFG er eftirfarandi: 1 stk – 1.500 kr.- 5 stk – 6.000 kr.- 10 stk – 10.000 kr.- …
Cober og Anton Ingi þjálfarar Grindavíkur 2020 og mfl. kvenna í knattspyrnu lið Grindavíkur 2020
Knattspyrnuþjálfararnir Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson voru í dag útnefndir þjálfarar Grindavíkur árið 2020. Þá var lið meistaraflokks kvenna í knattspyrnu valið lið Grindavíkur árið 2020. Bæði verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í ár. Þeir Cober og Anton Ingi þjálfuðu lið UMFG í 5. flokki karla síðasta tímabil með undraverðum árangri. Liðið var Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki …
Opnað fyrir styrki til fjölskyldna fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum. „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir …
Æfingar hjá UMFG hjá börnum og ungmennum hefjast á ný 18. nóvember
Íþróttastarf barna og ungmenna verður heimilað á ný, með og án snertingar, frá 18. nóvember næstkomandi skv. minnisblaði sóttvarnarlæknis. Þetta þýðir að æfingar hjá UMFG hefjast á ný næstkomandi miðvikudag. Æfingar fullorðinna munu áfram liggja niðri til 2. desember. Ungmennafélag Grindavíkur fagnar því að geta tekið á móti okkar iðkendum aftur. Dagskrá æfinga er skv. æfingatöflu sem er einnig í …
UMFG og CF Grindavík koma Grindvíkingum í samkomuform!
Ungmennafélag Grindavík og Crossfit Grindavík hafa sameinað krafta sína í að halda Grindvíkingum, ungum sem öldnum, á hreyfingu í kórónuveiru faraldrinum – að koma öllum í sannkallað Samkomuform. Í ljósi hertra sóttvarnarlaga þá liggur allt íþróttastarf hjá UMFG niðri til 17. nóvember og því þarf að fara aðrar leiðir til að stunda íþróttir og almenna hreyfingu. Næstu vikurnar munu þjáfarar …