Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Allt íþróttastarf Ungmennafélags Grindavíkur mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu. Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta …

Leikskólahópar fara af stað á ný

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Leikskólahópar hjá deildum UMFG munu fara af stað á nýjan leik í þessari viku. Tímar hjá þessum hópum hafa legið niðri vegna Covid19 að undanförnu en æfingar hefjast að nýju í vikunni. Forsendan fyrir því að þessar æfingar geti farið fram er sú að foreldrar taki ekki þátt í æfingum barna. Einnig verður grímuskylda hjá foreldrum sem koma með börn …

Hlé gert á æfingum barna á leiksskólaaldri

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur. Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG …

Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 3. október

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 3. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning er hafin hér. Umsjónarmenn íþróttaskólans eru Petrúnella Skúladóttir og Katrín Ösp Rúnarsdóttir.

UMFG í samstarf við Sportabler

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samstarfssamning við Sportabler til næstu þriggja ára. Samstarfið felur í sér að UMFG innleiðir Sportabler í allar deildir félagsins og skráir alla iðkendur í gegnum hugbúnaðinn. Við þessa breytingu hættir félagið að skrá iðkendur í gegnum Nóra. Með því að innleiða Sportabler inn í deildir UMFG mun félagið auka verulega þjónustu sína við iðkendur og forráðamenn. …

Skráning hafin í íþróttir UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG hófst í hádeginu í dag, 15. september. Sú breyting hefur orðið á starfsemi félagsins að skráning fer nú fram í gegnum Sportabler en félagið mun framvegis nýta þann hugbúnað til að halda utan um skráningar iðkenda og samskipti þjálfara við forráðamenn og iðkendur. Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert …

Jóhann Dagur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum

Hjól Hjól, UMFG

Íslandsmeistaramótið í Götuhjólreiðum (RR) svokallað hópstart fór fram í Hvalfirði í dag við frábærar aðstæður og fallegu veðri. Grindvíkingar áttu einn keppanda í mótinu sem keppti í junior flokki (17-18 ára) það var Jóhann Dagur Bjarnason sem gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn, og hjólaði hann 132 km á 4 klukkurtímum og 2 mínútum og var tæplega 30 mínútum …

Leikjanámskeið UMFG – Fjögur námskeið í ágúst

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Síðustu leikjanámsskeið sumarsins fara fram núna í ágúst. Boðið verður upp á námskeið fyrir og eftir hádegi í næstu viku, 4. – 7. ágúst og sömuleiðis 10. – 13. ágúst. Námskeiðin eru fyrir krakka fædd árin 2011, 2012 og 2013. Skráning að þessu sinni fer fram í gegnum Sportabler og eru allar nánari upplýsingar að finna þar. Þeir sem eru …

Hertari aðgerðir vegna COVID-19

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Aðgerðir taka gildi 31. júlí. Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að 39 smit séu nú staðfest og séu það 10 smit sem hafi bæst við á milli daga. Nú eru 215 manns í sóttkví og munu fleiri bætast við. Af þeim …

Viltu aðstoða við GrindavíkTV?

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur fór af stað með spennandi verkefni í sumar. GrindavíkTV, þar sem sýnt er frá leikjum meistaraflokka félagsins í beinni útsendingu. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað en nú vantar okkur fleiri hendur til að geta tekið verkefnið enn lengra. Við óskum eftir aðilum sem vilja taka þátt í GrindavíkTV í leikjum félagsins og hjálpa þannig félaginu við …