Arna Sif Elíasdóttir er fædd árið 2001 sem gerir hana eina af elstu leikmönnum liðsins. Það segir kannski margt um það hversu ungur hópurinn okkar í Subway-deildinni er í vetur þegar tvítugur leikmaður er ein af öldungum hópsins. Arna er uppalin hjá félaginu, miðherji á pappírunum en hikar ekki við að láta þristunum rigna þegar hún kemst í opin færi. …
„Þeir þora og skora”
Sagan á bakvið eitt besta stuðningsmannalag allra tíma Grein eftir Siggeir F. Ævarsson Að búa til gott stuðningsmannalag er mikil kúnst. Margir hafa spreytt sig á þessu verkefni í gegnum tíðina en fá lög, á landsvísu hreinlega, hafa fest sig jafn rækilega í sessi og lagið okkar, Og þeir skora. Greinarhöfundur var 11 ára þegar fyrri gullöld körfuboltans í Grindavík …
„Við erum í dauðafæri til að halda Grindavík áfram í fremstu röð sem íþróttabæ“
Nokkur tímamót urðu núna í sumar þegar Kjartan Friðrik Adólfsson lét af störfum sem formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Grindavíkur eftir 10 ára starf þar fyrir félagið. Smári Jökull Jónsson tók við formennsku á þessum tímamótum og tekur við góðu búi af Kjartani sem hafði starfað í unglingaráði ásamt nokkuð samhentum hópi á undanförnum árum. Við fengum Kjartan í spjall á þessum …
Formannspistill: „Förum jákvæð inn í veturinn“
Kæru Grindvíkingar, Það að ég sé að rita nýjan formannspistil þýðir það að ný Leikjaskrá er á leið í loftið. Ég ætlaði reyndar að vera löngu búinn að skrifa þennan pistil en þetta er líklega í þriðja sinn sem ég byrja á því að skrifa hann. Í millitíðinni hafa orðið töluverðar breytingar á hópnum hjá okkur. Sem dæmi fór Dagur …
Stúka og tækjabúnaður í nýtt íþróttahús
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun leika heimaleiki sína í nýja íþróttahúsinu frá og með næsta hausti. Í fjárhagsáætlun bæjarstjórnar Grindavíkur fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir fjárfestingu á nýrri stúku í okkar nýja og glæsilega íþróttahús ásamt fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði, samanber nýrri stigatöflu og skotklukkum. Þetta eru frábærar fréttir fyrir körfuknattleik í Grindavík en núverandi keppnishús er orðið of lítið. …
Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur kemur út eftir helgi
Glæný leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er farin í prent og kemur út á fljótlega í næstu viku. Um er að ræða skemmtilegt blað um körfuboltann í Grindavík, kynning á leikmönnum liðsins ásamt viðtölum við ýmsa aðila sem tengjast körfuboltanum í Grindavík. Blaðið verður borið út í öll hús í Grindavík um miðja næstu viku. Við viljum þakka þeim fjölmörgu aðilum sem …
Sjö ungir Grindvíkingar í æfingahópum yngri landsliða Íslands
Framundan í desember eru æfingar yngri landsliða. Þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar 2022 en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin …
Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða
Pílufélag Grindavíkur, PG, varð í gærkvöld fyrst félaga til að tryggja sér Íslandsmeistatitil félagsliða í pílukasti er liðið lagði Pílukastfélag Reykjavíkur, PFR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keppt var í bæði tvímenningi og einmenningi. Sigra þarf tvo af þrem leggjum í tvímenningi til að tryggja liðinu eitt stig og svo þurfti að sigra níu af 17 leggjum í …
Guðný Eva leggur skóna á hilluna
Guðný Eva Birgisdóttir, fyrirliði kvennaliðs Grindavíkur, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Guðný er 24 ára gömul og lék alls 164 leiki fyrir Grindavík í deild og bikar. Fyrsta leikinn fyrir meistaraflokk Grindavíkur lék Guðný árið 2012 þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Þann síðasta lék hún núna í haust í Lengjudeild kvenna. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill þakka Guðnýju …
Flottur sigur gegn Blikum í HS Orku Höllinni
Grindavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í Subwaydeild kvenna á leiktíðinni með góðum sigri gegn Breiðablik í HS Orku Höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 90-75 fyrir Grindavík sem leiddi leikinn nokkuð örugglega lengst af í leiknum. Robbi Ryan átti frábæran leik hjá Grindavík og skoraði 38 stig og tók 11 fráköst. Hún var með alls með 45 framlagsstig í …