Kenan Turudija til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við miðjumanninn Kenan Turudija og mun hann leika með félaginu á næstu leiktíð í Lengjudeild karla. Kenan kemur frá Bosníu og Hersegóvínu en hann hefur leikið hér á landi frá árinu 2014.

Kenan, sem er 31 árs gamall, hefur leikið með liði Selfoss undanfarin fjögur tímabil en var áður á mála hjá Víkingi Ólafsvík og Sindra frá Hornafirði. Kenan lék með Víkingi Ólafsvík í efstu deild árin 2016 og 2017. Alls hefur Kenan leikið 192 leiki í deild og bikar hér á landi og skorað í þeim 48 mörk.

„Ég er mjög ánægður með að fá Kenan til liðs við okkur. Þetta er öflugur miðjumaður sem kemur með mikla reynslu inn í okkar lið,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur. „Kenan hefur verið lengi á Íslandi og þekkir íslenskan fótbolta vel. Hann hefur æft með okkur síðustu vikur og hefur komið mjög öflugur inn í okkar leikmannahóp. Ég er þess fullviss um að Kenan á eftir að gera góða hluti hér í Grindavík.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Kenan Turudija velkominn til félagsins og væntum við mikils af honum á næsta tímabili.

Kenan Turudija ásamt Alfreð Elíasi Jóhannssyni, þjálfara Grindavíkur.