Aron Dagur skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur undirritað nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2025. Aron Dagur er 23 ára gamall og hefur varið mark Grindavíkur undanfarin tvö tímabil en ólst upp hjá KA á Akureyri. „Ég er mjög ánægður með að skrifa undir nýjan samning við Grindavík. Hér líður mér ótrúlega vel. Fjölskyldan mín býr hér í Grindavík og umgjörðin hjá …

Grískur bakvörður til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos og mun hann leika með Grindavík í Subway-deild karla á næstu leiktíð. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar. Tzolos er 192 cm á hæð og hefur leikið allan sinn feril á Grikklandi. Hann lék sl. vetur með Ionikos Nikaias í grísku úrvalsdeildinni þar sem hann var …

Grískur miðherji til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við gríska miðherjann Gaios „Guy“ Skordilis um að leika með félaginu í Subway-deild karla á komandi leiktíð. Skordilis er 208 cm á hæð og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli í efstu deild í Grikklandi. Hann er 34 ára gamall og er þessi reynslumikli leikmaður væntanlegur til Grindavíkur um næstu mánaðarmót. Skordilis er mjög öflugur miðherji …

Jón & Margeir stuðningsaðili knattspyrnudeildar á ný

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrirtækið Jón & Margeir hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu ára. Jón & Margeir er rógróðið fjölskyldufyrirtæki hér í Grindavík sem hefur sérhæft sig í flutningum, jarðvegsvinnu og einnig kranaþjónustu. „Það er afar ánægjulegt að fá Jón & Margeir á ný inn sem stuðningsaðila við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta er rótgróið fyrirtæki hér í bæ og það styrkir okkar …

Juanra Martinez gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við spænska miðjumanninn Juanra Martinez og mun hann leika með félaginu í Lengjudeild karla út leiktíðina. Juanra er 28 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem hefur leikið á Spáni allan sinn feril. Juanra hefur leikið síðustu ár með Atlético Pulpileño í fjórðu deildinni á Spáni. Hann á einnig að baki nokkur tímabil í Segunda B deildinni á Spáni …

Guðmundur og Stefanía taka við yfirþjálfun á ný

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólki í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hlut af körfuboltasamfélaginu í Grindavík bæði sem leikmenn og þjálfarar. Þau hafa mikla reynslu og þekkingu á …

Grindavík semur við sænskan miðherja

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur fengið liðsauka fyrir komandi tímabil í Subwaydeild kvenna í körfuknattleik því sænski leikmaðurinn Amanda Okodugha mun leika með félaginu næsta vetur. Amanda kemur frá Svíþjóð og leikur stöðu miðherja. Amanda er 27 ára gömul og er 188 cm á hæð. Hún lék með Visby í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er því að koma úr mjög sterkri …

Pure Sweat kemur til Grindavíkur í ágúst

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Pure Sweat þjálfarinn James Purchin er á leiðinni til Íslands til þess að halda tvennar körfuboltabúðir í Grindavík nú í ágúst. Þann 8.-11. ágúst verður að skora yfirskrift búðanna, en 15.-18. ágúst leikskilningur. Farið er yfir ólíka þætti leiksins á vídjói í byrjun dags áður en það er fært sig yfir á vellina. Búðirnar eru fyrir alla fædda 2010 og …

Fjórir leikmenn skrifa undir samning við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur skrifað undir nýjan samning við þá Ólaf Ólafsson, Kristófer Breka Gylfason og Hinrik Bergsson. Jafnframt snýr Bragi Guðmundsson aftur heim frá Haukum og mun leika með Grindavík á næsta tímabili. Ólafur Ólafsson gerir nýjan 2ja ára samning við Grindavík en hann hefur verið lykilleikmaður hjá félaginu í rúmlega áratug. Eru það frábærar fréttir að Ólafur verði áfram …

Knattspyrnuskóli UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir stelpur og stráka í 7. til 4. flokk. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár, eins og síðasta ár, ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp tveggja vikna námskeið og hefst skólinn miðvikudaginn 15. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: …