Forsala á lokahóf Knattspyrnudeildar er hafin

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir tímabilið 2022 fer fram 17. september næstkomandi í Íþróttahúsinu í Grindavík. Uppskeruhátið fótboltans í Grindavík verður svo sannarlega stórglæsileg í ár.

Húsið opnar kl. 19:00. Hátíðarkvöldverður hefst um kl. 19:30. Kokkalandsliðið Atli Kolbeinn, BBQ Kóngurinn, Bíbbinn og Villi á Vörinni sjá um að töfra fram matinn þetta árið.

Meðal þeirra sem koma fram:
– Aron Can
– Friðrik Dór
– Guðrún Árný
– Bumblebee Brothers

Hægt verður að kaupa miða á viðburðinn í heild sinni og einnig miða sem gildir bara á ballið um kvöldið eftir kl. 22:30.
Miðaverð fyrir lokahófið í heild sinni er 8.990 kr.-
Miðaverð í forsölu á ballið er á 2.990 kr.-

Miðasala á lokahófið

Miðasala á Ballið

Sjáumst á Lokahófinu þann 17. september – Áfram Grindavík!