Aron Dagur skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur undirritað nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2025. Aron Dagur er 23 ára gamall og hefur varið mark Grindavíkur undanfarin tvö tímabil en ólst upp hjá KA á Akureyri.

„Ég er mjög ánægður með að skrifa undir nýjan samning við Grindavík. Hér líður mér ótrúlega vel. Fjölskyldan mín býr hér í Grindavík og umgjörðin hjá félaginu er frábær. Við ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili og ég vil taka þátt í því,“ segir Aron Dagur eftir að hafa undirritað nýjan 3ja ára samning.

Aron Dagur lék upp alla yngri flokkanna hjá KA en lék á láni hjá Völsungi tímabilið 2018. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með KA árið 2016. Hann hefur einnig leikið 15 U-landsleiki á ferlinum.

Aron Dagur hefur verið lykilleikmaður hjá Grindavík undanfarin tvö ár og mun áfram verða í stóru hlutverki hjá félaginu á komandi tímabilum.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að gera langtímasamning við einn af efnilegustu markvörðum landsins.

Áfram Grindavík!