Fjölnota íþróttahúsið Hópið verður opið á morgun þriðjudag frá kl. 13-16 fyrir börn og foreldra sem vilja koma og leika sér saman í fótbolta. Þetta er tilvalin samverustund á milli jóla og nýárs fyrir þá sem hafa tíma til þess að fara með krökkunum. Þeir sem vilja fá sér góða göngu geta einnig komist í Hópið …
Stjórn KSÍ fundaði í Grindavík
Stjórn KSÍ hélt stjórnarfund í Gula húsinu í Grindavík í gær. Stjórnin fer reglulega með fundina út á landsbyggðina og skellti sér til Grindavíkur að þessu sinni. Að loknum fundinum fór stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur með stjórn KSÍ í skoðunarferð um knattspyrnuhúsið Hópið og síðan bauð Stakkavík í skoðunarferð og í súpuveislu. Að endingu var komið við á kaffihúsinu Bryggjunni …
Vísir sigraði í firmakeppninni
Vísir hf. bar sigur úr bítum í firmakeppni knattspyrnudeildar Grindavíkur og Lýsis í gærkvöldi í karlaflokki, annað árið í röð. Vísir hf. hafði talsverða yfirburði á mótinu en liðið vann Njallana frá Sandgerði í úrslitaleik 6-2. Goran Lukic skoraði 4 mörk í leiknum og var valinn maður mótsins. Jaxlarnir, lið Guðmundar Pálssonar tannlæknis varð í 3. sæti eftir sigur …
Gljáandi bílar í Grindavík :)
Bílabóni Kkd.UMFG lauk rétt fyrir kvöldmat í kvöld og er skemmst frá því að segja að gríðarlega vel tókst til! Í öllu myrkrinu fékk maður nánast ofbirtu í augun, svo gljáandi voru margir bílar Grindvíkinga 🙂 Um leið og Kkd.UMFG þakkar kærlega fyrir viðskiptin þá óskum við ykkur öllum Gleðilegra jóla 🙂
Umfg.is
Nú stendur yfir uppfærsla á umfg.is Ramminn af nýrri heimasíðu UMFG er kominn í loftið. Á næstu dögum mun eldra efni síast hingað inn ásamt t.d. spjalli, myndasíðu, síðum fyrir yngri flokkana og meistaraflokka karla
Jósef og Helga íþróttamenn ársins
Rétt í þessu lauk kjöri á íþróttamanni- og konu Grindavíkur. Kjörið fór fram í Saltfisksetrinu og var talsverður fjöldi Grindvíkinga mættir. Veitt voru hvatningarverðlaun, og viðurkenningar fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla sem unnust á árinu. Helga Hallgrímsdóttir vann titilinn íþróttakona Grindavíkur nokkuð örugglega þar sem hún fékk 92 stig af 100 mögulegum. Keppnin var nokkuð jafnari í karlaflokknum en að …
Grindavík er einstök
Góður forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík sagði á sínum tíma: “Grindavík er einstök! Hér er öflugt íþrótta- og atvinnulíf, hvorugt má af hinu sjá. Það skilja menn hér bæ.” Viðburðarríku knattspyrnurári er að ljúka. Grindavík verður áfram á meðal þeirra bestu í Pepsideildum karla og kvenna og yngri flokkarnir stóðu sig með sóma. Starfið var með nokkuð hefðbundnu sniði en engu …
Skrifað undir samninga við Vísi, Þorbjörn og TM
Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í hádeginu undir samstarfssamninga við þrjá af sínum öflugustu bakhjörlum undanfarin ár, útgerðarfélögin Vísi og Þorbjörn í Grindavík og svo TM. Allir samningarnir eru til tveggja ára en þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa stutt vel við bakið á fótboltanum í Grindavík í gegnum tíðina. Sigurður Viðarsson forstjóri TM mætti til Grindavíkur til þess að …
Óþarfa spenna!
Það var skrýtinn leikur sem maður varð vitni að í kvöld í Röstinni þegar Grindavík tók á móti Keflavík í 11.umferð og þeirri síðustu fyrir jólafrí. Mig minnir að Paxel hafi komið okkur í 60-41 með 3-stiga körfu en Keflavík svaraði strax með 2 þristum og svo 2-stiga körfu og svo munurinn datt mjög fljótt niður í 11 stig, 60-49. …
Íþróttamaður og kona Grindavíkur
Kjöri á íþróttamanni og konu ársins 2010 í Grindavík verður lýst á gamlársdag í hófi á Saltfisksetrinu. Í ár verður fyrirkomulag kjörins með nýjum hætti og unnið samkvæmt nýjum verklagsreglum sem hafa verið samþykktar bæði af íþrótta- og æskulýðsnefnd og aðalstjórn UMFG. Kjörið er samstarfsverkefni þessara aðila. Rétt til að tilnefna hafa allar deildir UMFG sem og íþróttafélög í Grindavík …