Stjórn KSÍ fundaði í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Stjórn KSÍ hélt stjórnarfund í Gula húsinu í Grindavík í gær.

 

Stjórnin fer reglulega með fundina út á landsbyggðina og skellti sér til Grindavíkur að þessu sinni. Að loknum fundinum fór stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur með stjórn KSÍ í skoðunarferð um knattspyrnuhúsið Hópið og síðan bauð Stakkavík í skoðunarferð og í súpuveislu.  Að endingu var komið við á kaffihúsinu Bryggjunni þar sem Stigamenn tóku lagið.

 

Hafði formaður KSÍ á orði hversu góður andi hefði ríkt á fundinum í Gula húsinu. Þá var knattspyrnuforysta landsins afar hrifin af Hópinu og fannst sérstaklega skynsamlegt að vera með húsið upphitað. Þá kom KSÍ færandi hendi því knattspyrnudeildin fékk 20 bolta að gjöf fyrir yngri flokkana.

 

Bræðurnir Hermann og Gestur Ólafssynir í Stakkavík buðu knattspyrnuforystunni í skoðunarferð og móttöku. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, gerði þá bræður formlega að landsliðsmönnum með því að gefa þeim merkta landsliðsbúninga.

 

Geir formaður KSÍ ásamt Jónasi Þórhallssyni varaformanni knattspyrnudeildar og Þorsteini Gunnarssyni formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur.