Jósef og Helga íþróttamenn ársins

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Rétt í þessu lauk kjöri á íþróttamanni- og konu Grindavíkur.

 

Kjörið fór fram í Saltfisksetrinu og var talsverður fjöldi Grindvíkinga mættir.  Veitt voru hvatningarverðlaun, og viðurkenningar fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla sem unnust á árinu.

 

Helga Hallgrímsdóttir vann titilinn íþróttakona Grindavíkur nokkuð örugglega þar sem hún fékk 92 stig af 100 mögulegum.

Keppnin var nokkuð jafnari í karlaflokknum en að lokum stóð Jósef Kristinn Jósefsson uppi sem sigurvegari.

Bjarni Már Svavarsson, formaður UMFG, fjallaði um íþróttaárið sem er að líða en eftir það voru viðurkenningar veitta.

Christine Bucholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir fengu viðurkenningu frá afreksmannasjóð Grindavíkur þar sem þær tóku á árinu þátt í 100 km hlaupi í Madrid auka fjölda annara hlaupa.

 

Þessir ungu og efnilegu íþróttamenn voru tilnefndir af deildum UMFG fyrir góða ástundun, góðan árangur á árinu og vinnusemi í þágu deildanna.

 

 

Grindavík urðu bikarmeistarar í unglingaflokki stúlkna á árinu og voru þessar þrjár ungu stúlkur mættar til að taka við blómi og viðurkenningarskjöld.  Leikmenn liðsins voru:

Alexandra Marý Hauksdóttir
Alma Garðarsdóttir
Dagmar Traustadóttir
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir
Íris Sverrisdóttir
Katrín Ösp Rúnarsdóttir
Lilja Sigmarsdóttir
Mary Sicat
Sandra Ýr Grétarsdóttir

 

 

Íslandsmeistarar 7. flokks drengja 2010:

Aðalsteinn Pétursson
Aron Friðriksson
Árni Vignisson
Hilmir Kristjánsson
Hlynur Ægir Guðmundsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingvi Þór Guðmundsson
Jónas Daníel Þórisson
Kristófer Breki Gylfason
Kristófer Rúnar Ólafsson
Patrick Dean Horne
Rúnar Örn Ingvason

 

Þá átti Grindavík nokkra Íslandsmeistara í yngri flokkum og var þeim veitt viðurkenning

 

Íslandsmeistari í Júdó 2010.

Sigurpáll Albertsson í flokki 15 – 19 ára. -81 kg.

Norðurlandameistari í Júdó 2010.

Björn Lúkas Haraldsson í flokki 15 – 16 ára. – 81 kg.

Íslandsmeistari í Júdó 2010

Reynir Jónsson í flokki 15 – 16 ára – 50 kg.

Íslandsmeistari í Taekwondó 2010.

Björn Lúkas Haraldsson í þungavigt unglinga.

 

Í kjöri til íþróttakonu Grindavíkur voru eftirfarandi:

Knattspyrnudeild UMFG:
– Sarah MacFadden:
Sarah var lykilleikmaður í kvennaliði Grindavíkur sem stóð sig með prýði í deildinni.
Hún lék alla 18 leiki liðsins og skoraði 3 mörk en þetta var annað sumarið hennar með
Grindavíkurliðinu. Sarah var sem klettur í vörn Grindavíkurliðsins og voru ófár sóknir
andstæðinganna sem brotnuð á henni, hún stýrði vörninni eins og hershöfðingi og
dreif aðra leikmenn með sér með jákvæðri hvatningu. Sarah er góð fyrirmynd og er
með stórt Grindavíkurhjarta en prúðmennska einkennir hennar framkomu innan
vallar sem utan. Hún er sannarlega Grindvíkingur þegar hún klæðist gula búningnum
okkar þótt hún sé af erlendu bergi brotinn.

Anna Þórunn Guðmundsdóttir:
Anna Þórunn var einnig í lykilhlutverki í kvennaliði Grindavíkur. Hún lék alla 18 leiki
liðsins og skoraði 2 mörk. Hún stóð sig frábærlega með Grindavíkurliðinu og var einn
af þeim leikmönnum sem dró vagninn. Anna Þórunn var í lykilhlutverki á miðjunni og
með krafti sínum og dugnaði var hún öflug bæði í vörn og sókn, ódrepandi baráttujaxl
sem vann fyrst og fremst fyrir liðsfélaga sína og góð fyrirmynd. Hún var fyrirliði
kvennaliðsins og var kölluð inn á landsliðsæfingar hjá A-landsliðinu í ár.

Körfuknattleiksdeild UMFG:
– Helga Hallgrímsdóttir:
Þrátt fyrir ungan aldur er Helga einn af burðarásum liðsins. Byrjaði með
meistaraflokknum 2004 og síðan hefur leiðin eingöngu legið uppá við. Hún var valin í
úrvalslið í Iceland Expressdeildarinn fyrir seinni hluta mótsins. Á lokahófi
körfuknattleiksdeildarinn í vor var hún kosin besti leikmaðurinn. Það er ekki að
ástæðulausu sem að Helga er tilnefnd. Allar aukaæfingarnar sem hún hefur verið að
taka og mætingin í Orkubúið er alveg einstök. Hún nýtir kortið sitt vel. Aukaæfingin
skapar meistarann,það er á hreinu. Eftir allar breytingarnar sem urðu á liðinu okkar í
haust, þá hefur mætt mun meira á Helgu og meiri ábyrgð sett á hana ,sem gamla
reynsluboltann. Getum við sagt mamman í hópnum, aðeins 23 ára gömul. Helga ber
þetta allt saman með prýði. Hún sagðist spila í Grindavíkurbúning hvort heldur sem
þær væru í úrvalsdeild eða þeirri fyrstu, þegar stjórnin var að skoða hvað hægt væri
að geta síðastliðið haust. Með sama áhuganum og dugnaðinum á Helga bara eftir að
verða betri leikmaður og við vitum það að hún verður með okkur í mörg ár í viðbót.

Berglind Magnúsdóttir:
Berglind Anna byrjaði að spila með meistaraflokknum árið 2004. Hún svaraði eins og
Helga þegar leikmenn voru spurðir síðastliðið haust hvort að þær vildu spila með
okkur ef við færum með liðið í fyrstu deild, en það var ein af hugmyndum
stjórnarinnar þegar ljóst var að brotthvarf nánast byrjunarliðsins var staðreynd .
Berglind Anna hefur bara styrkst og tekið meiri ábyrgð á sig og staðið undir því og
axlað meira hlutverk í sókninni. Alltaf höfum við verið með mjög ungt lið í
meistaraflokki kvenna og erum það ennþá . Berglind Anna er aðeins 21 og næst elst í
liðinu og búin að spila í 6 ár meistaraflokknum. Auðvitað treystum við því að hún
verði áfram í gulum búning.

Golfklúbbur Grindavíkur:
– Fanný Erlingsdóttir:
Fanný varð klúbbmeistari GG árið 2010 er hún sigraði á meistaramóti golfklúbbsins
með nokkrum yfirburðum eða 15 högga mun. Fanný er vel að titlinum komin og
hefur hún verið ein af kjölfestunum í kvennagolfi klúbbsins undanfarin ár.

Sunddeild UMFG:
– Erla Sif Arnardóttir er kjörinn sundkona ársins hjá Sunddeild UMFG .
Erla Sif hefur átt gott ár í sundinu og hefur náð lágmörkum inn á öll sterkustu mót
ársins og var með 5 lágmörk inn á ÍM 25 nú í haust . Hún er mjög góð fyrirmynd sem
snertir hvorki áfengi eða tóbak og er fyrirmyndar nemandi.

 

 

 

Knattspyrnudeild UMFG:
o Gilles Mbang Ondo – knattspyrnumaður ársins í Grindavík:
Ondo lék 20 leik með Grindavík í Pepsideild í sumar og skoraði 14 mörk en þetta var
annað sumar hans hjá félaginu. Ondo varð fyrsti Grindvíkingurinn í sögu félagsins til
þess að verða markakóngur í vinsælustu og stærstu íþróttagrein landsins og hreppti
því gullskóinn eftirsótta. Þetta er einstakt afrek í ljósi þess að Grindavík var í
fallbaráttu allt sumarið en markakóngar koma yfirleitt úr efstu liðunum. Ondo var
sannarlega í lykilhlutverki í liðinu og skoraði mörg þýðingarmikil mörk og hreinlega
vann leiki upp á eigin spýtur eins og gegn Breiðablik og FH. Ondo hefur reynst
Grindavíkurliðinu ómetanlegur liðsstyrkur undanfarin tvö ár en því miður hefur hann
ekki alltaf notið sannmælis. Hann er heilsteyptur einstaklingur, til fyrirmyndar innan
vallar sem utan, góð fyrirmynd og er nú eftirsóttasti knattspyrnumaður landsins.
Hann er sannarlega Grindvíkingur þegar hann klæðist gula búningnum okkar þótt
hann sé af erlendu bergi brotinn.

Jósef Kr. Jósefsson – Í 2. sæti í kjöri knattspyrnumanns ársins í Grindavík
Jósef er klárlega einn af lykilmönnum meistaraflokks en hann lék alla 22 leiki liðsins í
sumar. Hann átti mjög gott sumar og var sá leikmaður sem sýndi hvað mestan
stöðugleika yfir allt sumarið í liðinu. Jósef er mikill keppnismaður og leggur sig ávallt
100 prósent fram fyrir Grindavík í hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann hefur
sýnt mikla tryggð við félagið þrátt fyrir að hafa verið eftirsóttur af sterkustu félögum
landsins og skrifaði undir nýjan samning fyrir ári enda með Grindavíkurhjartað á
réttum stað. Þrátt fyrir að vera 21 árs hefur Jósef leikið hvorki fleiri né færri en 90
meistaraflokksleiki og skorað 6 mörk. Jósef var hluti af U21 árs landsliði Íslands sem
tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Hann lék einn leik með
liðinu í ár en hann var í byrjunarliðinu gegn jafnteflisleik gegn Þýskalandi ytra í mars.
Alls hefur Jósef leikið 5 leiki með U21 og skorað 1 mark. Jósef er góð fyrirmynd innan
vallar sem utan.

o

Körfuknattleiksdeild UMFG:
o Páll Axel Vilbergsson:
Páll Axel hefur verið einn besti körfuknattleikamaður landsins mörg undanfarin ár.
Elstu menn muna vart hvaða ár hann byrjaði að spila með meistaraflokki en þegar
sögubækur hafa verið grandskoðaðar þá kemur í ljós að tímabilið 1993-1994 tekur
hann sín fyrstu skref með meistaraflokki, þá aðeins 15 ára gamall. Hann er
fastamaður í landsliðinu, kominn með 93 A landsleiki og er tólfti landsleikja hæðsti
leikmaðurinn frá upphafi. Grindvíkingar eiga reyndar leikjahæðsta manninn, en það
er Guðmundur Bragason með 169 leiki. Páll Axel hefur verið einn af burðarásum
Grindavíkurliðsins til fjölda ára. Verið með stigahæstu leikmönnum í deildinni, flestar
mínúturnar á hverri leiktíð. Páll var valinn í úrvalslið Iceland Express deildarinnar
síðast liðið vor og einnig var hann valinn besti leikmaðurinn á lokahófi kkd UMFG í
vor. Það er sannfæring okkar að Páll Axel verður áfram sami stólpinn í liði okkar eins
og hann hefur verið .

Guðlaugur Eyjólfsson:
Guðlaugur er sennilega að eiga eitt af sínu bestu tímabilum núna í vetur, en hann
byrjaði að spila með meistaraflokki Grindavíkur tímabilið 1995-1996, 15 ára gamall
þannig að hann á töluvert í að ná Páli Axel í árafjölda. Samkvæmt tölfræði KKÍ fyrir
tímabilið í vetur þá hefur Grindavík ekki tapað leik sem hann hefur verið með og
unnið allar mínútur sem hann hefur verið inná. Snemma stimplaði hann sig inní liðið
sem baneitruð þriggja stiga skytta. Guðlaugur virðist bara verða betri með árunum og
er það von okkar að hann spili með okkur mörg ár í viðbót.

o

Sunddeild UMFG:

Hilmar Örn Benediktsson:
Hilmar Örn Benediktsson er kjörinn sundmaður ársins hjá Sunddeild UMFG .

Hilmar Örn hefur átt gott ár í sundinu og hefur fest sig í sessi sem einn öflugasti
bringusundmaðu á Íslandi . Hann er mjög góð fyrirmynd og snertir hvorki áfengi eða
tóbak .

Á þessu ári var hann í úrslitum í öllum vegalengdum í bringusundinu bæði í 25 m og
50 m laug í opnum flokki og þess ber að geta að á þessum mótum koma allir bestu
sundmennirnir heim og keppa .

Golfklúbbur Grindavíkur:
o Davíð Arthur Friðriksson:
Davíð Arthur varð klúbbmeistari GG árið 2010 er hann sigraði á meistaramóti
golfklúbbsins með nokkrum yfirburðum, hvorki meira né minna en 21 högga mun.
Davíð Arthur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra kylfinga í sumar og hefur verið
forgjafarlægsti kylfingur Grindvíkinga undanfarin ár. Hann fór einnig fyrir sveit GG í 4.
deild í sveitakeppni GSÍ en þar endaði okkar sveit í 2. sæti og um leið vann sér sæti í
3. deild á næsta ári.

Júdódeild UMFG:
o Björn Lúkas Haraldsson.
Björn Lúkas Haraldsson varð Norðurlandameistari 15-16 ára í -81 kg flokki sl. vor.
Björn Lúkas lagði Aron Gylfa Svavarsson í úrslitum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá
Birni sem er mikið efni.

Björn Lúkas er fjölhæfur bardagaíþróttamaður og varð hann m.a. í 3. sæti í glímu í
flokki 15 – 16 ára á unglingalandsmóti UMFÍ sl. sumar. Björn Lúkas varð
íslandsmeistari unglinga í Jiu Jitsu en í þeirri íþrótt keppti hann fyrir hönd Sleipnis í
Keflavík.
Björn var svo í liði Grunnskóla Grindavíkur sem tók þátt í Skólahreysti á þessu ári.

Björn er fjölhæfur íþróttamaður, framúrskarandi keppnismaður og góð fyrirmynd
annarra unglinga í Grindavík.

Íþróttafélag Grindavíkur (ÍG):
o Bergvin Ólafarson:
Íþróttafélag Grindavíkur ÍG tilnefnir Bergvin Ólafarson til Íþróttamanns Grindavíkur.
Bergvin sem er 29 ára, hefur um árabil verið einn besti leikmaður ÍG, og á síðasta
tímabili fór hann fyrir liðinu sem endaði í 4. sæti í 2. deild og var slegið út úr
bikarkeppni KKÍ af úrvalsdeildarliði Grindavíkur í 32. liða úrslitum. Bergvin var með
31. stig og 11. fráköst að meðaltali í leik í 19 leikjum og skoraði ma. 50. stig í einum
leik.

Taekwondódeild Grindavíkur:
o Björn Lúkas Haraldsson:
Taekwondodeild Grindavíkur tilnefnir Björn Lúkas Haraldsson til íþróttamanns
Grindavíkur. Hann varð íslandsmeistari í þungavigt unglinga í bardaga á þessu ári og
hampaði fyrsta íslandsmeistaratitli deildarinnar.