Hópið opið

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 

Fjölnota íþróttahúsið Hópið verður opið á morgun þriðjudag frá kl. 13-16 fyrir börn og foreldra sem vilja koma og leika sér saman í fótbolta.

 

 

 

Þetta er tilvalin samverustund á milli jóla og nýárs fyrir þá sem hafa tíma til þess að fara með krökkunum. Þeir sem vilja fá sér góða göngu geta einnig komist í Hópið á þessum tíma og verið þar í skjóli fyrir veðri og vindum.