Körfuknattleikslið ÍG hefur leik í 1.deildinni á kvöld, föstudag, þegar strákarnir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15. Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu. FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur. Önnur …
Körfuboltavertíðin af stað – Nágrannaslagur í 1. umferð
Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst í dag þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í árlegri spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn var Grindavík spáð 2. sæti í deildinni og í Morgunblaðinu í dag er liðinu spáð því þriðja. Stefnan hjá Grindavík er hins vegar klárlega sett á 1. sætið. Nýr bandarískur …
Grindavík byrjar mótið með sigri
Iceland Express deildin hófst í kvöld og stórleikur umferðarinnar var hér í Grindavík þar sem okkar menn sigruðu með sex stiga mun. Það var góður þriðji leikhluti sem gerði út af leikinn því aðrir leikhlutar voru nokkuð jafnir. Gestirnir byrjuðu mjög vel þar sem þeir komust í 7-0 og svo aftur í 12-2. Okkar menn söxuðu á þá og var …
ÍG – FSU á morgun
ÍG hefur leik í 1.deildinni á morgun þegar þeir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15 Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu. FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur. Önnur lið …
Fjörið hefst á morgun
Iceland Express deildin byrjar að rúlla í kvöld þegar kvenfólkið hefur leik en því miður þá teflum við Grindvíkingar ekki fram liði að þessu sinni í efstu deild sökum manneklu en ungu stelpurnar munu leika í 1.deild og öðlast þannig dýrmæta reynslu og koma tvíefldar til leiks í efstu deild von bráðar og þá munu okkar brottfluttu skvísur vonandi snúa …
Grindavík spáð 2. sæti
Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst á fimmtudaginn þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í dag fór fram hin árlega spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn og þar er Grindavík spáð 2. sæti í deildinni en KR Íslandsmeistaratitlinum. Spáin er þannig: Karlar: 1 KR 3952 Grindavík 3743 Stjarnan 3734 Snæfell 3285 Keflavík …
Myndbönd frá meistaraleiknum
Á karfan.is má sjá myndbrot frá glæsilegri flautukörfu Páls Axels í leiknum á sunnudaginn. Einnig er þar hægt að sjá troðslu frá Ólafi Ólafssyni og umfjöllun um leikinn. Á sport.is er hægt að sjá viðtal við Pál Axel eftir leikinn og sömuleiðis Helga Jónas. Tölfræði leiksins er hinsvegar hægt að sjá á kki.is
Grindavík meistari meistaranna
Grindavík hafði í gærkvöld betur gegn KR 87-85 í hinni árlegu Meistarakeppni KKÍ og færa verður þennan leik til bókar sem frábæra skemmtun sem lofar góðu fyrir komandi tímabil. Leikurinn var hnífjafn og spennandi og það var Páll Axel Vilbergsson sem tryggði grindvískan sigur með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út. Grindavíkurliðið lítur vel út …
Sundlaugin lokuð í dag – Sundæfingar falla niður
Sundæfingar falla niður hjá sunddeild UMFG í dag, mánudaginn 10. október, þar sem sundlaugin er lokuð.
Fyrsti titillinn í húsi!
Grindavík vann í gærkvöldi fyrsta og vonandi ekki síðasta titil tímabilsins, þegar KR-ingar voru lagðir í leik um tignina “Meistari meistaranna” en í þeim leik mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. KR vann reyndar báða titla þá en þar sem við mættum þeim í bikarúrslitum áttum við réttinn á að leika þennan leik. Leikurinn var í járnum allan tímann …