Úrslitaleikir í DHL-höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er ekki bara meistaraflokkur karla sem stendur í ströngu þessa dagana.  9. flokkur drengja og 10. flokkur stúlkna unnu sína leiki í dag og eru komin í úrslitaleikina sem verða spilaðir í fyrramálið. Níundi flokkur drengja sigraði Þór Þorlákshöfn/Hamar í dag 70-52 og mæta Njarðvík í DHL höllinni klukkan 10 í fyrramálið. Tíundi flokkur stúlkna sigraði Njarðvík með einu …

Bullock: Þeir gefast aldrei upp svo við verðum að vera klárir á sunnudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Við vissum að við værum á leið hingað í stríð, við mættum þeim hér í lok deildarkeppninnar og þeir tóku okkur þá svo við vildum vera vel tilbúnir fyrir fjandsamlegt umhverfi hér í kvöld. Þeir eiga frábæra stuðningsmenn og andrúmsloftið hér er frábært fyrir körfubolta svo við undirbjuggum okkur vel andlega fyrir þessa viðureign,” sagði J´Nathan Bullock við Karfan.is í …

Jarðtenging

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í ákjósanlega stöðu í úrslitaeinvíginu á móti Þór Þorlákshöfn um Íslandsmeistaratitilinn, eftir frábæran sigur í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Bæði liðið og stuðningsmenn höfðu betur gegn Þorlákshafnarbúum og nú er bara að klára dæmið á sunnudag í Röstinni! Liðið var einfaldlega frábært í gær, allir leikmenn skiluðu sínu og enginn steig feilspor.  Allir fengu að spila og menn …

Lágu gegn Skagamönnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir ÍA 5-2 í æfingaleik á gamla aðalvellinum í Grindavík í gær. Það voru 2. flokksleikmennirnir Daníel Leó Grétarsson og Alex Freyr Hilmarsson sem skoruðu mörk Grindavíkur sem lék án þriggja lykilmanna, framherjanna Pape og Ameobi og Alexanders Magnússonar sem fór í speglun í gær og gæti misst af upphafi Íslandsmótsins. Þá eru meiðsli Pape verri en talið …

Rútuferð staðfest og áframhaldandi forsala

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Forsalan miða á leik Þórs og Grindavíkur í gær gekk vel en þó eru miðar eftir og þar sem við ætlum okkur að mæta með sem flesta verður forsölunni haldið áfram á dag, fimmtudag, á Olís-bensínstöðinni, frá og með kl. 8 og þar til síðasti miði er seldur! Rútan mun fara en ennþá eru laus sæti í hana og er mikilvægt …

Titillinn blasir við – Er 16 ár bið á enda?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Er 16 ára bið Grindavíkur eftir Íslandsmeistaratitlinum brátt á enda? Eftir 15 stiga sigur Grindavíkur á Þór í Þorlákshöfn í kvöld getur Grindavík tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri í þriðju rimmu liðanna næsta sunnudagskvöld. Eins og Grindavík spilaði í kvöld virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Leikirnir í úrslitarimmu Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik eru taumlaus …

Helgi Jónas: Vorum tilbúnir í slag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Kraftur og liðsheild skóp þennan sigur. Menn voru tilbúnir í slag,” sagði hinn líflegi þjálfari Grindvíkinga, Helgi Jónas Guðfinnsson, eftir leik en hann leyfði sér aldrei þessu vant að brosa. Þó ekki of mikið enda er enn eitt mikilvægt skref eftir hjá deildarmeisturunum. „Þetta áhlaup Þórs í upphafi seinni hálfleiks var líklega það besta sem gat komið fyrir okkur á þeim …

Fótbolti.net spáir Grindavík 10. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fótboltavefurinn vinsæli fotbolti.net spáir Grindavík 10. sæti en þetta er niðurstaða spámanna og sérfræðinga vefsins. „Grindvíkingar björguðu sér frá falli á ævintýralegan hátt í fyrra með sigri á ÍBV í lokaumferðinni. Eftir tímabilið hættti Ólafur Örn Bjarnason með liðið og hinn reyndi Guðjón Þórðarson tók við stýrinu. Grindvíkingar hafa misst talsverða reynslu síðan á síðasta tímabili en liðið mun líklega …

Grindavík og ÍA mætast í dag í æfingaleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú styttist í fótboltavertíðina. Grindavík mætir ÍA í æfingaleik á gamla aðalvellinum í dag kl. 18:30. Þar verður hægt að sjá tvo nýja breska leikmenn með Grindavíkurliðinu og þá verður Jósef Kr. Jósefsson væntanlega í liði Grindavíkur en hann er allur að hressast eftir að hafa verið frá í vetur eftir aðgerð. Grindavík verður hins vegar án framherjanna Ameobi og …

Forsala á annan leik Þórs og Grindavíkur verður í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Forsala á annan leik Þórs og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla sem fram fer í Þorlákshöfn á morgun, fimmtudag, verður í dag miðvikudag frá kl. 17-20 á skrifstofu körfuknattleikdseildarinnar í einni af útistofunum við grunnskólann.  Greiða verður með með reiðufé. Miðinn er sem fyrr á 1500 kr. Allir að tryggja sér miða sem fyrst!  Það er verið að vinna í rútumálum og …