Grindavík og ÍA mætast í dag í æfingaleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú styttist í fótboltavertíðina. Grindavík mætir ÍA í æfingaleik á gamla aðalvellinum í dag kl. 18:30. Þar verður hægt að sjá tvo nýja breska leikmenn með Grindavíkurliðinu og þá verður Jósef Kr. Jósefsson væntanlega í liði Grindavíkur en hann er allur að hressast eftir að hafa verið frá í vetur eftir aðgerð.

Grindavík verður hins vegar án framherjanna Ameobi og Pape sem eru meiddir og þá er Marko Valdimar Stefánsson að jafna sig eftir að rifbein brákaðist.