Fótbolti.net spáir Grindavík 10. sæti

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Fótboltavefurinn vinsæli fotbolti.net spáir Grindavík 10. sæti en þetta er niðurstaða spámanna og sérfræðinga vefsins. „Grindvíkingar björguðu sér frá falli á ævintýralegan hátt í fyrra með sigri á ÍBV í lokaumferðinni. Eftir tímabilið hættti Ólafur Örn Bjarnason með liðið og hinn reyndi Guðjón Þórðarson tók við stýrinu. Grindvíkingar hafa misst talsverða reynslu síðan á síðasta tímabili en liðið mun líklega styrkjast eitthvað fyrir mót,“ segur vefurinn sem kom á daginn því tveir nýir leikmenn bættust í hópinn í gær.

Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður segir í viðtalinu: ,,Ég er ekki svo svartsýnn en ég á ekki von á okkur í einhverri toppbaráttu, langt frá því. Ég þykist vita að við verðum í neðri helmingnum og síðan vonar maður það besta. Mér líst vel á Guðjón, hann er ábyggilega með kjaftinn á réttum stað. Ég hef aðeins spurt út í það og hann lætur þá alveg heyra það, ég held að það sé bara gott.”

Umfjöllun fótbolta.net má sjá hér.