Úrslitaleikir í DHL-höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er ekki bara meistaraflokkur karla sem stendur í ströngu þessa dagana.  9. flokkur drengja og 10. flokkur stúlkna unnu sína leiki í dag og eru komin í úrslitaleikina sem verða spilaðir í fyrramálið.

Níundi flokkur drengja sigraði Þór Þorlákshöfn/Hamar í dag 70-52 og mæta Njarðvík í DHL höllinni klukkan 10 í fyrramálið.

Tíundi flokkur stúlkna sigraði Njarðvík með einu stigi 45-44 í dag og mæta Keflavík klukkan 12:00 á morgun.