Lágu gegn Skagamönnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir ÍA 5-2 í æfingaleik á gamla aðalvellinum í Grindavík í gær. Það voru 2. flokksleikmennirnir Daníel Leó Grétarsson og Alex Freyr Hilmarsson sem skoruðu mörk Grindavíkur sem lék án þriggja lykilmanna, framherjanna Pape og Ameobi og Alexanders Magnússonar sem fór í speglun í gær og gæti misst af upphafi Íslandsmótsins.

Þá eru meiðsli Pape verri en talið er og hann gæti einnig misst af byrjun móts. Skagamenn komust í 3-0 en Daníel Leó skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark og minnkaði muninn. Skagamenn komust í 4-1 en Alex minnkaði muninn fyrir Grindavík áður en Skagamenn bættu því fimmta við í lokin. Grindavíkurliðið verður ekki dæmt af þessum leik en nýju Bretarnir eiga eftir að komast betur inn í leik liðsins og þá vantar sterka pósta eins og áður segir.

Fyrsti leikur Grindavíkur í Pepsideildinni verður gegn FH í Kaplakrika sunnudaginn 6. maí.

Þorsteinn Gunnar Kristjánsson tók þessar myndir í blíðunni í gær.

Efsta mynd: Daníel Leó skorar fyrir Grindavík af stuttu færi.

Óli bóndi var að sjálfsögðu mættur á völlinn að fylgjast með barnabarninu.

Ray Anthony Jónsson hefur verið öflugur í síðustu leikjum.

Loic Ondo hefur að flestra mati  verið jafnbesti leikmaður Grindavíkurliðsins í vetur.

Daníel Leó er efnilegur piltur sem bankar á dyrnar.

Hart barist. Einn af nýju ensku leikmönnum Grindavíkurliðsins í baráttunni, Guðmundur Egill fylgist álengdar með.

Alex kom frá Sindra í haust og er mikið efni.

Gamli refurinn Paul McShane hefur verið í fínu standi í vetur.

Nýi Bretinn lofar góðu.