Grindavík tók á móti Íslandsmeisturunum úr Njarðvík í gærkvöldi þar sem gestirnir sigruðu með fimm stiga mun 70-65 Hér fyrir neðan er umfjöllun Jennýar Ósk fyrir karfan.is “Í kvöld áttust við Grindavík og Njarðvík í Röstinni í Dominos deild kvenna. Njarðvík var búið að vinna einn leik gegn Fjölni og tapa einum gegn Haukum á meðan Grindavík var búið að …
Grindavík – Snæfell
Grindavík tekur á móti Snæfell í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins. Snæfell og Grindavík eru báðum spáð velgengni á tímabilinu enda hafa bæði lið í sínum röðum marga af bestu íslensku leikmönnum deildarinnar. Grindavík sigraði Keflavík í fyrstu umferð 95-80 og Snæfell vann ÍR örugglega 96-77. Leikurinn hefst klukkan 19:15 þar sem hægt verður að kaupa árskort á leikina í …
2 leikir, 2 sigrar!
Góð byrjun okkar manna heldur áfram en eftir tvo erfiða fyrstu leiki í Domions-deildinni erum við með tvo sannfærandi sigra í farteskinu og í kvöld voru það Snæfellingar sem voru örugglega lagðir af velli, 110-102. Skv. tölfræðinni var Sammy Zeglinski okkar besti maður og um tíma virtist hann vera algerlega óstöðvandi! Eftir 3 leikhluta var hann búinn að hitta 8 …
Sjálfsvarnaræfingabúðir með Henrik Frost
Sjálfsvarnarnámskeið með Henrik Frost dagana 13 og 14 OKT 2012Námskeiðið verður haldið hjá taekwondo deild Ármann í laugardalHenrik Frost er med 6. dan í taekwondo, hann er kennari dönsku lífvarðanna og er með áratuga reynslu í sjálfsvörn. Laugardagur 13.10.2012 08:30 – 11:00 Fullorðnir 13+ (verð 2.000,-)• Hanbon kireugi sem sjálfsvörn• Saebon kireugi sem sjálfsvörn12:30 – 14.00 Börn (7-12 ára) (verð …
Stelpurnar mæta Íslandsmeisturunum
Kvennalið Grindavíkur tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Grindavík er enn án stiga í deildinni eftir tvo leiki sem báðir voru spilaðir á útivelli. Árskort körfuknattleiksdeildarinnar verða til sölu á leiknum og svo hjá Gauta niður í Olísumboði þess á milli. Verð á árskortum er 10.000 og gilda þau á …
Grindavík – Njarðvík í kvöld
Fyrsti heimaleikur hjá kvennaliði Grindavíkur fer fram í kvöld þegar þær mæta Íslandsmeisturunum frá því í fyrra klukkan 19:15 Grindavík byrjaði mótið með tveimur útileikjum þar sem ekki náðist að landa stigum. Í kvöld er stefnan sett á fyrstu stigin og það gegn Íslandsmeisturunum. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á liðunum frá því í fyrra og munar mestu um að …
Herrakvöld körfuknattleiksdeildar
Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið næsta laugardagskvöld, 13. október, í slysavarnarhúsinu kl. 20:00. Ekkert verður til sparað til að gera það sem glæsilegast. Saltfiskur verður í forrétt, í aðalrétt verða úrbeinuð læri og hryggir og allt tilheyrandi. Miðaverð er aðeins 4.000 kr. Skemmtiatriði eru á heimsmælikvarða: Gunnar á Völlum lítur við og fleiri góðir gestir. Örlítið happdrætti með …
Árskort
Fyrsti heimaleikur hjá kvennaliði Grindavíkur er á morgun 10. okt. þegar Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma í heimsókn kl. 19:15. Fyrsti heimaleikur Íslandsmeistara Grindavíkur er gegn Snæfelli næsta fimmtudagskvöld. Bæði lið unnu fyrsta leik, leikurinn hefst kl. 19:15. Árskortin verða til sölu á þessum leikjum og svo hjá Gauta niður í Olísumboði þess á milli. Verð á árskortum er 10.000 og gilda …
Íslandsmeistararnir skelltu bikarmeisturunum
Íslandsmeistarar Grindavíkur skelltu bikarmeisturum Keflavíkur í 1. umferð úrvalsdeildar karla með 15 stiga mun, 95 stigum gegn 80. Íslandsmeistararnir voru mun betri og grimmari og sigurinn var aldrei í hættu. Keflvíkingum var spáð sæti um miðja deild í spá fyrir mótið og því má segja að tap á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur hafi kannski ekki komið á óvart. Grindavík náði …
Sigur í fyrsta leik
Grindavík byrjaði Íslandsmótið í körfuknattleik með góðum útisigri á Keflavík. Í fyrri hálfleik var jafnt með liðunum, Grindavík komst yfir á 9. mínútu og var alltaf skrefinu á undan. Það var svo góður seinni hálfleikur sem gerði útslagið í leiknum þar sem okkar menn bættu við muninn jafnt og þétt. Tímabilið byrjar því vel og svo virðist sem við höfum …