Herrakvöld körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið næsta laugardagskvöld, 13. október, í slysavarnarhúsinu kl. 20:00. Ekkert verður til sparað til að gera það sem glæsilegast. 

Saltfiskur verður í forrétt, í aðalrétt verða úrbeinuð læri og hryggir og allt tilheyrandi. Miðaverð er aðeins 4.000 kr. Skemmtiatriði eru á heimsmælikvarða:

Gunnar á Völlum lítur við og fleiri góðir gestir. Örlítið happdrætti með einungis góðum vinningum og almenn gleði. Dagskráin verður auglýst betur síðar í vikunni.

Miðarnar fást í Olís. Grindvískir karlmenn eru hvattir til þess að taka laugardagskvöldið frá fyrir sig, þið eigið það skilið! Styðjum við bakið á Íslandsmeisturunum og fjölmennum.