Sjálfsvarnaræfingabúðir með Henrik Frost

Ungmennafélag Grindavíkur Taekwondo

Sjálfsvarnarnámskeið með Henrik Frost dagana 13 og 14 OKT 2012
Námskeiðið verður haldið hjá taekwondo deild Ármann í laugardal
Henrik Frost er med 6. dan í taekwondo, hann er kennari dönsku lífvarðanna og er með áratuga reynslu í sjálfsvörn. 

Laugardagur 13.10.2012

08:30 – 11:00 Fullorðnir 13+ (verð 2.000,-)
• Hanbon kireugi sem sjálfsvörn
• Saebon kireugi sem sjálfsvörn
12:30 – 14.00 Börn (7-12 ára) (verð 1.500,-)
• Hanbon kireugi sem sjálfsvörn

14:30 – 16:30 Konur á öllum aldri (verð 2.000,-)
• Sjáfsvörn fyrir konur
16:45 – 18:15 Allir saman (verð 2.000,-)
• Árangursríkt hosinsul/sjálfsvörn

Sunnudagur 14.10.2012

10:00 – 12:00 Fullorðnir 13+ (verð 2.000,-)
• Árangursrík notkun/val á réttri tækni útfrá fjarlægð og fellur.

13:00 – 15:00 Börn (7-12 ára) (verð 1.500,-)
• Læra að skilja grundvallaratriði varðandi líkamshreyfingu og hvernig hægt er gjörbylta getu sinni til að búa til orku í allri hreyfitækni

15:30 – 17:30 Fullorðnir 13+ (verð 2.000,-)
• Stress æfing og stöðu leikir (settar upp ákveðnar aðstæður).

Verð fyrir alla helgina:
Fullorðnir 13+ (karlar 4 æfingar 4.500,-) (konur 5 æfingar 5.000,-)
Börn 7-12 ára (strákar 3 æfingar 2.500,-) (stelpur 4 æfingar 3.000,-)

Nánar um það efni sem farið er í 

Hanbon kireugi sem sjálfsvörn

Eins-skrefs bardagi er oftast æfður sem sýningaratriði, en það er vel hægt að uppfæra hann og æfa grunntæknina á hærra level, þannig að skilningur á notagildi hans aukist.
Í þessari æfingu er eins-skrefs bardaginn æfður á hærra leveli, með það að markimiði að auka skilning á notagildi hans í sjálfsvörn.
Byrjað er á grunntækni en færum það svo upp á hærra level með ”full contact” í hjálmum og hönskum. Þar sem markmiðið er að þú gerir þér grein fyrir hvort eins-skrefs bardaginn hafi eitthvert notagildi í sjálfsvörn.
Æskilegt er að vera með hjálm með andlitsgrímu og hanska

Saebon kireugi sem sjálfsvörn

þriggja-skrefa bardagi er oftast æfður á mjög formfastan hátt og útfrá sjálfsvarnarlegu sjónarmiði ónothæft form.
Í þessari æfingu er þriggja-skrefa bardaginn æfður á hærra leveli, með það að markimiði að auka skilning á notagildi hans í sjálfsvörn.
Byrjað er á grunntækni en færum það svo upp á hærra level með ”full contact” í hjálmum og hönskum. Þar sem markmiðið er að þú gerir þér grein fyrir hvort þriggja-skrefa bardaginn hafi eitthvert notagildi í sjálfsvörn.
Þar að auki ættirðu að fá fullt af nýjum hugmyndum hvernig væri hægt að gera æfingar í þriggja skrefa bardaga skemmtilegri
Æskilegt er að vera með hjálm með andlitsgrímu og hanska

Sjáfsvörn fyrir konur

Þessi æfing er fyrir konur, þar sem útgangspunkturinn er meðal annars nauðgunaraðstæður.
Hvernig er best að forðast að verða fórnarlamb, og hvernig á að æfa það á sem bestan hátt.
Lærðu hvernig líkaminn og heilinn bregst við í svona aðstæðum.

Árangursríkt hosinsul/sjálfsvörn í samræmi við námsefni (Danska Taekwondosambandsins)

Í þessari æfingu er farið í einfalda, en árangursríka sjálfsvarnartækin móti árás og hópárás (námsefni DT).
Markmiðið er ekki að þetta líti vel út heldur að það virki.
Allar æfingarnar eru miðaðar við almenna Taekwondo tækni ekki er farið í flóknar æfingar í að losa sig úr lásum sem eru frá öðrum íþróttagreinum (væntanlega BJJ).
Auk þess að æfa einstaka tækni þá er einnig kynntar meginreglur í æfingum í sjálfsvörn og hvernig prófa á í hosinsul (sjálfsvörn).
Þessi æfing er aðallega byggð á tveggja manna æfingum.

Árangursrík notkun á réttri tækni útfrá fjarlægð og fellur.

Að velja rétta tækni miðað við aðstæður á réttu augnabliki getur skipt sköpum í alvarlegum aðstæðum. Eftir þessa æfingu munt þú hafa góða yfirsýn yfir hvað áhrifaríkt að gera, tímasetningu og í hvaða röð á að samansetja mótspyrnuna, Það mikilvægasta er að læra hvað á alls ekki að gera í ákveðni fjarlægð og aðstæðum.
Auk þess er farið í einfaldar en árangursríkar fellur sem er síðan sameinað því sem farið var í hér að ofan.
Þessi æfing krefst nokkurrar högg og sparka í sparkpúða og sparringæfinga með hjálm og hanska

Læra að skilja grundvallaratriði varðandi líkamshreyfingu og hvernig hægt er gjörbylta getu sinni til að búa til orku í allri hreyfitækni.

Margir gera handatækni á sama hátt, hvort sem það er undirstöðu-tækni eða skilvirkni (í raunveruleika). Þetta er mjög óskilvirkt.
Gengið er út frá grunntækin en síðan farið yfir í að gera hana með meiri kraft og skilvirkni.

Stress æfing og stöðu leikir (settar upp ákveðnar aðstæður).

Hugmyndir að æfingum þar sem þú getur æft og prófað þig undir miklu álagi og stressi.
Að æfa undir miklu álægi og stressi er einfaldlega nauðsinlegt til að æfa sjálfsvörn á sem raunhæfastan hátt.
Einnig er farið í líkamstjáningu og undirbúning á gagnárás. Settar eru upp ákveðnar aðstæður sem unnið er útfrá með sjálfsvarnartækin og farið er í hvað má og hvað má ekki til að halda sér innan ramma lagana um nauðvörn.
Mjög áhrifarík og skemmtileg æfing sem skilur mikið eftir sig.
Í þessari æfingu er einnig farið í hræðslu, adrennalín líkamstjáningu og andlegan undirbúning.
Margir verða mjög hissa á hversu heftir (lamaðir) þeir verða þegar útgangspunktur æfinganna er breytt aðeins. En það er mjög lærdómsríkt.