Grindavík – Snæfell

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Snæfell í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins.

Snæfell og Grindavík eru báðum spáð velgengni á tímabilinu enda hafa bæði lið í sínum röðum marga af bestu íslensku leikmönnum deildarinnar.

Grindavík sigraði Keflavík í fyrstu umferð 95-80 og Snæfell vann ÍR örugglega 96-77.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 þar sem hægt verður að kaupa árskort á leikina í vetur. Verð á árskortum er 10.000 og gilda þau á alla heimaleiki karla og kvenna í Dominos deildinni. En að venju gilda þau ekki á bikarleikjum og í úrslitakeppninni.  Einnig er hægt að kaupa árskortin hjá Gauta í Olís.