Árskort

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Fyrsti heimaleikur hjá kvennaliði Grindavíkur er á morgun 10. okt. þegar Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma í heimsókn kl. 19:15.

Fyrsti heimaleikur Íslandsmeistara Grindavíkur er gegn Snæfelli næsta fimmtudagskvöld. Bæði lið unnu fyrsta leik, leikurinn hefst kl. 19:15.

Árskortin verða til sölu á þessum leikjum og svo hjá Gauta niður í Olísumboði þess á milli. Verð á árskortum er 10.000 og gilda þau á alla heimaleiki karla og kvenna í Dominos deildinni. En að venju gilda þau ekki á bikarleikjum og í úrslitakeppninni.