Grindavík – Njarðvík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Fyrsti heimaleikur hjá kvennaliði Grindavíkur fer fram í kvöld þegar þær mæta Íslandsmeisturunum frá því í fyrra klukkan 19:15

Grindavík byrjaði mótið með tveimur útileikjum þar sem ekki náðist að landa stigum.  Í kvöld er stefnan sett á fyrstu stigin og það gegn Íslandsmeisturunum.  Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á liðunum frá því í fyrra og munar mestu um að nokkrir lykilmenn hafa komið hingað frá Njarðvík.

Spennandi verður að fylgjast með stelpunum í kvöld sem og í vetur og hvetjum við sem flesta á að mæta.  Árskort verður til sölu á leiknum á litlar 10.000 kr sem gildir á alla heimaleiki karla og kvennaliðsins í Dominsdeildinni.