Sigur í fyrsta leik

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík byrjaði Íslandsmótið í körfuknattleik með góðum útisigri á Keflavík.

Í fyrri hálfleik var jafnt með liðunum, Grindavík komst yfir á 9. mínútu og var alltaf skrefinu á undan.  Það var svo góður seinni hálfleikur sem gerði útslagið í leiknum þar sem okkar menn bættu við muninn jafnt og þétt.

Tímabilið byrjar því vel og svo virðist sem við höfum verið jafn heppin með útlendinga eins og í fyrra, bæði Aaron Broussard og Sammy Zeglinski eru öflugir sem passa ágætlega í liðið.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom þeim næst í stigaskori með 18 stig og margir rétt fyrir neðan 10 stigin.

Næsti leikur er gegn Snæfelli heima 11 október.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun og myndir frá leiknum á vf.is þar sem myndin hér að ofan er fengin frá.

Myndir á karfan.is