Grindavíkurstelpur fóru enga frægðarför í Stykkishólm í gærkvöldi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Grindavík steinlá fyrir Snæfelli 86-55 en stórleikur Petrúnellu Skúladóttur dugði skammt en hún skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst, sannarlega glæsileg frammistaða! Snæfell hafði 6 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og bætti svo smátt og smátt við forskotið og átti ekki í vandræðum með Kanalaust Grindavíkurlið. …
Ósigur í hólminum
Grindavík mætti ofjörlum sínum í Dominosdeildinni í gær þegar þær mættu Snæfelli í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn ósigrað í fyrstu þremur leikjum deildarinnar og eru því 4-0 eftir leikinn í gær. Lokatölur voru 86-55. Petrúnella Skúladóttir átti stórleik sem því miður dugði ekki. Hún var með 31 stig og 11 fráköst. Þegar staðan var 51-38 í þriðja leikhluta …
Óskar gæti yfirgefið Grindavík
Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, gæti verið á förum frá félaginu. Grindavík féll úr Pepsi-deildinni á dögunum en Óskar íhugar að spila áfram á meðal þeirra bestu. ,,Það heillar óneitanlega að spila áfram í efstu deild og ef ég fæ tækifæri til þess mun ég skoða það mjög vandlega,” sagði Óskar við Fótbolta.net í dag. ,,Í Grindavík eru frábært fólk sem sér …
Grindavík byrjar vel í Lengjubikarnum
Lengubikarinn í körfubolta karla hófst um helgina. Karlalið Grindavíkur var eldsprækt gegn Haukum í gær eftir vel heppnað herrakvöld á laugardagskvöldið. Íslandsmeistarar Grindavíkur skelltu B-deildarliði Hauka, sem er undir stjórn Grindvíkingsins Péturs Guðmundssonar, með 22ja stiga mun, 92-70. Haukar-Grindavík 70-92 (17-29, 19-20, 23-28, 11-15) Grindavík: Samuel Zeglinski 19/7 fráköst, Aaron Broussard 18/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 14, Jóhann Árni Ólafsson 12, …
Öruggur sigur í Lengjubikarnum
Grindvíkingar gerður góða ferð á Ásvelli í gær þegar þeir lögðu Hauka 90-72 Grindavík komst yfir í byrjun og hélt heimamönnum alltaf í hæfilegri fjarlægð. Fyrsta fjórðunginn sigraði Grindavík 29-17 en það var helst í byrjun seinni hálfleiks sem leikurinn stefndi í spennandi lokamínútur. Okkar menn sigldu þessu hinsvegar örugglega í höfn og eru komnir á topp A riðils ásamt …
Bikarleikur í dag
Lenjgubikar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og þar á meðal leik Hauka og Grindavík. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 19:15 Lengjubikarinn er riðlakeppni þar sem Grindavík er í riðli með Haukum, Keflavík og Skallagrími. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á Haukar TV Í liði Hauka er nokkrir leikmenn sem hafa spilað með …
Criner send heim
Bandaríski leikmaðurinn Dellena Criner hefur verið send heim frá Grindavík eftir þrjár umferðir í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Criner þótti ekki standa undir væntingum og þótti ekki henta nægilega vel fyrir leikmannahóp Grindavíkur eftir því sem fram kemur á netmiðlinum Karfan.is. Grindvíkingar eru nýliðar í deildinni en tefla fram öflugum konum sem aldar eru upp hjá félaginu. Með góðum erlendum …
Sannfærandi sigur á Snæfelli
Grindavík skellti Snæfelli með 110 stigum gegn 102 í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefur þar með unnið báða leiki sína. Samuel Zeglinski fór hamförum hjá Grindavík og skoraði 35 stig og Aaron Broussard kom næstur með 28. Grindavík náði stax yfirhöndinni og hafði 6 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og 9stiga forskot í hálfleik, 56-47. Þriðja leikhlutann var Grindavík …
Fimm stiga tap gegn meisturunum
Grindavík er enn á stiga í úrvalsdeild kvenna eftir 5 stiga tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur, 65-70, í Röstinni. Miklar sveiflur voru í fyrri hálfleik en Njarðvík hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 31-29. Grindavík náði svo forskoti í þriðja leikhluta en lokamínútur leiksins voru æsispennandi en það var Njarðvík sem hafði betur að lokum. Grindavík réði ekkert við …
Grindavík tekur á móti Snæfelli
Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfubolta spila sinn fyrsta heimaleik í kvöld þegar Snæfell kemur í heimsókn í Röstina. Leikurinn hefst kl. 19:15. Bæði lið unnu leiki sína örugglega í 1. umferð, Grindavík lagði Keflavík og Snæfell vann ÍR.