Bikarleikur í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lenjgubikar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og þar á meðal leik Hauka og Grindavík.

Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 19:15

Lengjubikarinn er riðlakeppni þar sem Grindavík er í riðli með Haukum, Keflavík og Skallagrími.  Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á Haukar TV

Í liði Hauka er nokkrir leikmenn sem hafa spilað með Grindavík en það eru Þorsteinn Finnbogason, Davíð Páll Hermannsson, Helgi Björn Einarsson og þjálfari liðsins Pétur Guðmundsson.