Ósigur í hólminum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík mætti ofjörlum sínum í Dominosdeildinni í gær þegar þær mættu Snæfelli í Stykkishólmi.

Snæfell var fyrir leikinn ósigrað í fyrstu þremur leikjum deildarinnar og eru því 4-0 eftir leikinn í gær.  Lokatölur voru 86-55.  

Petrúnella Skúladóttir átti stórleik sem því miður dugði ekki.  Hún var með 31 stig og 11 fráköst.  Þegar staðan var 51-38 í þriðja leikhluta var hún búin að skora 27 stig af þessum 38. 

Harpa Rakel Hallgrímsdóttir kom henni næst með 8 stig og 7 fráköst, einu færra en systir henna Helga.

Næsti leikur hjá stelpunum er undir lok mánaðarins, 31.október, þegar þær mæta hinu liðinu án sigurs, Fjölni í Grafarvogi.