Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld klukkan 19:15 í fjórðu umferð Domins deild karla. Grindavík er fyrir leikinn með tvo sigra og eitt tap en Njarðvík einn sigur og tvö töp í fyrstu þremur leikjum Íslandsmótsins. Njarðvík hefur í sínum röðum tvo öflugua útlendinga Jeron Belin sem er með 28.7 stig að meðaltali og Marcus Van sem er hærri …
Grindavík 107 – Njarðvík 81
Grindavík er aftur komin á beinu brautina í Dominos deildinni eftir sigur á grönnum okkar úr Njarðvík í kvöld. Það þarf engan að undra þegar litið er á þjálfarann að varnarleikurinn er og verður öflugur í vetur. 6-0, 14-3 og 22-5 í byrjun leiks gaf tóninn og var sigurinn aldrei í hættu. Hættulegastur í liði gestanna var Marcus Van …
Grindavík burstaði Skallagrím
Grindavík pakkaði Skallagrími saman í Lengjubikar karla í körfubolta í gærkvöldi með 104 stigum gegn 79. Ekkert varð af því að Páll Axel Vilbergsson spilaði gegn sínum gömlu félögum í Grindavík því hann er meiddur og sat á bekknum. Skallagrímur hafði 8 stiga forskot í hálfleik. En Grindavík fékk augljóslega mikla yfirhalningu frá þjálfara sínum í hálfleiksræðunni því Íslandsameistararnir fóru …
Óskar verður áfram hjá Grindavík
Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, mun verða áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð. Þetta staðfestir hann í samtali við Víkurfréttir. Hann hafði verið orðaður við nokkur lið í Pepsi-deildinni en Grindavík féll sem kunnugt er úr Pepsi-deildinni í sumar. „Það er nánast frágengið að ég verði áfram í Grindavík. Ég tel þetta ekki rétta tímann til að stökkva frá borði,” …
Góður seinni hálfleikur tryggði sigurinn
Grindavík sigraði Skallagrím í Lengjubikarnum í gær með 25 stigum. Var þetta annar leikurinn hjá strákunum í fyrirtækjabikarnum og hafa þeir báðist unnið með meira en 20 stigum. Fyrir leikinn voru margir spenntir að sjá Pál Axel gegn sínum gömlu félögum en hann var meiddur og spilaði ekki. Kom það ekki að sök í fyrri hálfleik því eftir fyrsta leikhluta …
Páll Axel mætir í Röstina
Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem var fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð þegar það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, mætir í Röstina að nýju með liði sínu Skallagrími í kvöld. Þá mætast liðin í Lengjubikarnum kl. 19:15. Páll Axel hefur verið sjóðandi heitur í upphafi móts fyrir Skallagrím og verður eflaust skrítin tilfinning fyrir hann að mæta sem gestur í Röstina þar sem …
Grindavík – Skallagrímur í kvöld
Annar leikur Grindavíkur í Lengjubikar karla fer fram í kvöld klukkan 19:15 Mætast þar liðin sem unnu sína leiki í fyrstu umferð. Grindavík sigraði Hauka 92-70 og Skallagrímur lagði Keflavík 107-98. Í deildinni hafa bæði lið unnið tvo og tapað einum. Leikurinn ætti því að vera hin besta skemmtun ekki síst vegna þess að Páll Axel Vilbergsson mætir í kvöld …
Fyrsta tapið kom í Þorlákshöfn
Íslandsmeistarar Grindavíkur sóttu ekki gull í greipar Þórsara í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þór lagði Grindavík að velli nokkuð örugglega með 9 stiga mun, 92 stigum gegn 83, þrátt fyrir stórleik Aaron Broussard hjá Grindavík sem skoraði 27 stig. Þórsarar tóku strax frumkvæðið í leiknum og höfðu 8 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og einnig í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta var …
Grindavík sækir Þór heim
Íslandsmeistarar Grindavíkur sækja Þór í Þorlákshöfn heim í kvöld í úrvaldseild karla í kvöld kl. 19:15. Grindvíkingar eiga góðar minningar frá Þorlákshöfn frá því í vor þegar Íslandsmeistaratitli var landað eftir skemmtilegt einvígi við Þórsara. Leikurinn hefst kl. 19:15 og um að gera að keyra Suðurstrandarveginn en það tekur aðeins rúmlega hálftíma að keyra á milli.
Þór – Grindavík í kvöld
Grindvíkingar geta nýtt sér suðurstrandaveginn í kvöld og rifjað upp lokin á síðasta tímabili því Grindavík mætir Þór frá Þorlákshöfn í kvöld Er þetta leikur í þriðju umferð Dominosdeildarinnar þar sem Grindavík hefur unnið báða sína leiki. Þór sigraði ÍR í síðustu umferð en töpuðu með tveimur stigum fyrir Njarðvík í fyrstu umferðinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttamiðstöðinni í …