Þór – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindvíkingar geta nýtt sér suðurstrandaveginn í kvöld og rifjað upp lokin á síðasta tímabili því Grindavík mætir Þór frá Þorlákshöfn í kvöld

Er þetta leikur í þriðju umferð Dominosdeildarinnar þar sem Grindavík hefur unnið báða sína leiki.  Þór sigraði ÍR í síðustu umferð en töpuðu með tveimur stigum fyrir Njarðvík í fyrstu umferðinni.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.