3 leikir / 3 sigrar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Meistaraflokkarnir léku þrjá leiki um helgina og unnust þeir allir. Fryst mætti karlaliðið Tindastól og sigruðu 89-74.  Samuel Zeglinski var stigahæstur með 19 stig og Aaron Broussard 18 stig og 13 fráköst. Á laugardeginum sigruðu stelpurnar KR í baráttuleik.  Hér fyrir neðan er umfjöllun frá karfan.is og myndin hér að ofan er fengin af sama stað: “Grindavík byrjaði að pressa strax …

Stelpurnar byrja 2013 með látum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur byrjuðu nýja árið með látum og skelltu KR í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 67 stigum gegn 56. Grindavíkurstelpur börðust eins og grenjandi ljón allan tímann og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. KR lék án bandarísks leikmanns og hafði það eflaust talsvert að segja. En það verður ekki tekið af heimastúlkum að þær léku mjög vel í fyrri hálfleik og …

Íslandsmeistararnir tróna einir á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74 þegar Íslandsmótið í körfubolta karla hófst á ný eftir jólafrí. Þar með trónir Grindavík eitt liða á toppnum. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 …

Körfuboltavertíðin af stað af nýju

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksvertíðin hefst á ný í kvöld eftir jólafrí. Grindavík tekur á móti Tindastóli í Röstinni kl. 19:15. Grindavík trónir á toppi deildarinnar ásamt Þór Þorlákshöfn með 16 stig en Tindastóll er í neðsta sæti með fjögur stig.   Engu að síður má búast við jafnari leik en ætla má. Tindastóll hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu, unnu deildarbikarinn og …

3 leikir um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuboltinn byrjar aftur í kvöld eftir gott jólafrí og það verða þrír áhugaverðir leikir hjá meistaraflokkum um helgina. Fyrst er það leikur Grindavíkur og Tindastóls klukkan 19:15 í kvöld.  Liðin eru á sitthvorum endanum á töflunni, Grindavík efst með Þór en Tindastóll á botninum.  Tindastóll er þó sýnd veiði en ekki gefin því þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu …

Björn Lúkas og Christine Buchholz íþróttamaður og íþróttakona ársins 2012

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Taekwondó- og júdókappinn Björn Lúkas Haraldsson og hlaupakonan Christine Buchholz voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2012 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Bæði náðu glæsilegum árangri á síðasta ári í íþróttagreinum sínum. Nokkur aldursmunur er á þeim en Björn Lúkas er 17 ára og Christine 46 ára. Þau eiga það sameiginlegt að annað foreldri þeirra er þýskt. Björn …

Jóhannes gerður að heiðursfélaga UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jóhannes Haraldsson júdóþjálfari hjá júdódeild UMFG var gerður að heiðursfélaga UMFG á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Hópsskóla á gamlársdag. Jóhannes hefur bæði keppt í júdó og þjálfað hjá UMFG í rúma fjóra áratugi og lagt grunninn að glæsilegum árangri grindvískra ungmenna í þessari íþróttagrein. Bjarni Már Svavarsson formaður UMFG fór yfir feril Jóhannesar við athöfnina og sagði m.a.: …

Verðlaun veitt fyrir glæsilegt íþróttaár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fjölmörg verðlaun voru afhent við kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins á gamlársdag enda árangur síðasta árs sérlega glæsilegur, sérstaklega í körfuboltanum og júdó. Meðal annars voru veitt hvatningarverðlaun deilda UMFG, verðlaun til Íslandsmeistara á árinu sem voru fjölmargir og fyrir fyrstu landsleikina. Á efstu myndinni má sjá verðlaunahafa og fulltrúa þeirra sem fengu hvatningarverðlaun. HVATNINGARVERÐLAUN: Körfuknattleikur Julia Sicat Júlía hefur …

Christine Buchholz og Björn Lúkas Haraldsson íþróttafólk Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Í dag gert kunngjört hverjir urðu fyrir valinu sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur.  Einnig voru veitt hvatningarverðlaun fyrir unga iðkenndur og verðlaunahafar fengu viðurkenningar. Sigurvegarar voru þau Christine Buchholz og Björn Lúkas Haraldsson Björn Lúkas er alveg einstaklega hæfileikaríkur íþróttamaður. Björn Lúkas er að skara fram úr í þremur íþróttum samtímis þ.e. taekwondo, judo og brasilísku jiu jitsu þar sem hann keppir bæði í …

Hvatningarverðlaun 2012

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Á hátíðardagskrá vegna kjörs á íþróttamanni og konur Grindavíkur voru veitt hvatningarverðlaun til yngri iðkennda og verðlaunahafar ársins fengu einnig viðurkenningu. Körfuknattleikur  Julia Sicat.Júlía hefur næstum alla eiginleika sem fyrirmyndar íþróttamaður þarf að búa yfir. Hún er mjögsamviskusöm og dugleg í sínum æfingum og mætir alltaf á allar æfingar,bæði liðsæfingar og þæraukaæfingar sem í boði eru. Júlía var lykilmaður í …