Verðlaun veitt fyrir glæsilegt íþróttaár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fjölmörg verðlaun voru afhent við kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins á gamlársdag enda árangur síðasta árs sérlega glæsilegur, sérstaklega í körfuboltanum og júdó. Meðal annars voru veitt hvatningarverðlaun deilda UMFG, verðlaun til Íslandsmeistara á árinu sem voru fjölmargir og fyrir fyrstu landsleikina.

Á efstu myndinni má sjá verðlaunahafa og fulltrúa þeirra sem fengu hvatningarverðlaun.

HVATNINGARVERÐLAUN:

Körfuknattleikur

  • Julia Sicat

Júlía hefur næstum alla eiginleika sem fyrirmyndar íþróttamaður þarf að búa yfir. Hún er mjög samviskusöm og dugleg í sínum æfingum og mætir alltaf á allar æfingar, bæði liðsæfingar og þær aukaæfingar sem í boði eru. Júlía var lykilmaður í 10. flokks liði Grindavíkur sem spilaði til úrslita um bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Júlía er byrjuð að banka á dyrnar hjá meistaraflokknum og hefur fengið nú þegar nokkur tækifæri þrátt fyrir ungan aldur. Júlía er einnig mikil fyrirmynd utan vallar, mjög kurteis og hjálpsöm fyrir félagið sitt. Júlía leggur sig alltaf alla fram og geta ungir iðkendur lært mikið af Júlíu, bæði innan vallar sem utan. Júlía er því sönn fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina.

  • Hinrik Guðbjartsson

Hinrik er mjög áhugasamur og duglegur iðkandi. Hann hefur æft og spilað með meistaraflokki félagsins í tvö ár þrátt fyrir ungan aldur. Í dag æfir hann með meistaraflokki sem og spilar með 11. flokki og drengjaflokki. Hinrik mætir alltaf á allar þær æfingar sem í boði eru og hefur stundað þær aukaæfingar sem í boði eru hjá félaginu og sem dæmi þá fór hann 2-3 sinnum í viku fyrir skóla í vetur í klukkutíma til að bæta sinn leik. Hinrik er lærdómsfús leikmaður og alltaf tilbúinn að hlusta á leiðsögn, margir ungir iðkendur mættu taka sér það til fyrirmyndar því það er leiðin að árangri. Hinrik er einnig mikil fyrirmynd utan vallar, hann er mjög kurteis,kemur vel fram og er félagi sínu til mikils sóma.

Fimleikadeild

  • Karólína Ívarsdóttir

Hún hefur sýnt miklar framfarir og komið vel undirbúin á æfingar. Er góð fyrirmynd og verið sjálfri sér og okkur til mikils sóma.

  • Sund

Gil Fernanders. Hann hefur á árinu náð undraverðum árangri bæði í bringusundi og skriðsundi. Hann var í 4. sæti í 100m bringu á AMÍ 12 ára og yngri og 5 sæti í 100 m skrið á AMÍ. Gil hefur verið einstaklega duglegur á æfingum og staðið sig mjög vel á öllum mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Júdó

  • Adam og Róbert Örn Latowski

Þeir mæta vel, eru mjög duglegir, sína mikinn áhuga og hafa tekið miklum framförum á þeim tíma sem þeir hafa verið að æfa júdó. Þeir bræður eru öðrum til fyrirmyndar með dugnaði sínum og ákafa.

Knattspyrna

  • Guðný Eva Birgisdóttir

Guðný Eva er frábær liðsfélagi og góður liðsmaður. Hún er fjölhæfur leikmaður sem að getur spilað flestar stöður á vellinum en hún spilar oftast sem varnarmaður. Þar nýtir hún styrk sinn, hraða og leikskilning í að stöðva sóknir andstæðingana. Guðný Eva hefur verið á landsliðsæfingum fyrir U-17 kvenna og staðið sig mjög vel. Guðný Eva er stundvís og samviskusöm og mætir á allar æfingar. Hún leggur sig alltaf 100% fram í því sem hún gerir og er það eitthvað sem á eftir að fleyta henni gríðarlega langt í því sem að hún leggur fyrir sig. Hún er frábær fyrirmynd fyrir börn og unglinga sem að vilja stunda íþróttir og ná langt í sinni íþrótt.

Mótorcross

  • Gyða Dögg Heiðarsdóttir

Var valin nýliði ársins í kvennaflokki aðeins 13 ára gömul á lokahófi Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandi Íslands nú í haust. Keppti fyrir UMFG á unglingalandsmótinu á Selfossi í sumar og sigraði en hún keppir í flokki 85cc.

Taekwondó

  • Gísli Þráinn Þorsteinsson

Gísli vann til gull- og silfurverðlauna á öðru bikarmóti ársins og tvennra gullverðlauna á þriðja bikarmótinu þ.e. bæði í bardaga og tækni. Gísli vann Íslandsmeistaratiltilinn í sínum flokki í formi og vann bronsverðlaun á Íslandsmótinu í bardaga. Gísli hefur bætt sig mikið að undanförnu enda ótrúlega góður árangur að sigra í báðum keppnisgreinum tawekwondo. Gísli mætir vel á æfingar og leggur mikið á sig og er svo sannarlega að uppskera því sem hann hefur sáð. Gísli Þráinn stefnir á að taka svartbeltispróf á komandi ári.

Íslandsmeistarar 2012 (mynd að ofan):

  • 9. flokkur karla

Aðalsteinn Pétursson
Aron Friðriksson
Árni Vignisson
Hilmir Kristjánsson
Hlynur Ægir Guðmundsson
Jónas Daníel Þórisson
Kristófer Breki Gylfason
Kristófer Rúnar Ólafsson
Patrick Dean Horne
Rúnar Örn Ingvason
Stefán Örn Kristjánsson
Marínó Helgason
Ingvi Þór Guðmundsson
Sverrir Týr Sigurðsson
Guðmundur Bragason þjálfari
Stefanía S. Jónsdóttir þjálfari

  • Íslandsmeistarar karla 2012 (mynd að ofan)

Þorleifur Ólafsson
Páll Axel Vilbergsson
Ármann Vilbergsson
Þorsteinn Finnbogason
Jóhann Árni Ólafsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Björn Steinar Brynjólfsson
Ómar Sævarsson
Ólafur Ólafsson
Einar Ómar Eyjólfsson
Giordan Watson
Ryan Pettinella
J‘Nathan Bullock
Jón Axel Guðmundsson
Hinrik Guðbjartsson

Þjálfarar: Helgi Jónas Guðfinnsson og Jóhann Ólafsson
Sjúkraþjálfari: Sreten Karimanovic

Mynd: Íslandsmeistarar í einstaklingsgreinum ásamt fulltrúum UMFG og Grindavíkurbæjar.

  • Íslandsmeistarar í júdó

Judó U-20 ára -90 kg Sigurpáll Albertsson.

Judó U-20 ára -81kg Björn Lúkas Haraldsson.

  • Íslandsmeistarar í taekwondó

Ungl.fl. Ylfa Rán Erlendsdóttir.

Ungl.fl. Gísli Þráinn Þorsteinsson.

  • Fyrstu landsleikir (mynd að ofan; Kristófer, Aðalsteinn og Aron Snær)

Aron Snær Friðriksson
Kristófer Rúnar Ólafsson
Aðalsteinn Pétursson

Tilnefndir sem íþróttamenn ársins ásamt fulltrúum UMFG og Grindavíkurbæjar.

Tilnefndar sem íþróttakonur ársins ásamt fulltrúum UMFG og Grindavíkurbæjar.