Christine Buchholz og Björn Lúkas Haraldsson íþróttafólk Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Í dag gert kunngjört hverjir urðu fyrir valinu sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur.  Einnig voru veitt hvatningarverðlaun fyrir unga iðkenndur og verðlaunahafar fengu viðurkenningar.

Sigurvegarar voru þau Christine Buchholz og Björn Lúkas Haraldsson

Björn Lúkas er alveg einstaklega hæfileikaríkur íþróttamaður. Björn Lúkas er að skara fram úr í þremur íþróttum samtímis þ.e. taekwondo, judo og brasilísku jiu jitsu þar sem hann keppir bæði í unglinga og fullorðinsflokki. Björn Lúkas stefnir á að taka svarta beltið í bæði judo og taekwondo á næstunni. En fyrir þá sem ekki vita þá eru þessar tvær íþróttir mjög ólíkar. Björn Lúkas er mjög metnaðargjarn og kappsamur um árangur. Hann tekur tilsögn einstaklega vel og þarf sjaldan að leiðrétta hann með það sama tvisvar. Hann er fljótur að læra og tileinka sér nýja tækni sem honum er kennd og er það góður kostur og hugsanlega ástæðan fyrir gríðarlega góðum árangri hans. Björn er mjög kurteis og góð fyrirmynd í alla staði.

Eftirfarandi er árangur hans á árinu 2012

Taekwondo

Bikarmót 3 TKÍ 1x gull, 1x silfur og var valinn keppandi mótsins.
Íslandsmót í tækni – silfur í einstaklingskeppni

Íslandsmót í tækni – brons í parakeppni

Íslandsmót í tækni – silfur í hópakeppni

Bikarmót 1 TKÍ – gull í bardaga, keppti upp fyrir sig í aldri og þyngd. Sigraði einn

bardagann með stærsta mun sem sést hefur á Íslandi eða með rúmlega 50 stiga mun.

Björn Lúkas var valinn keppandi mótsins í fullorðinsflokki, þrátt fyrir að hafa keppt

upp fyrir sig um aldur.

Bikarmót TKÍ taekwondo – silfur í tækni

 

Brasílískt Jiu jitsu

Mjölnir Open fullorðna í brazilian jiu jitsu- vann eina glímu

Íslandsmót unglinga í brazilian jiu jitsu – vann flokkinn og opna flokkinn án þess að fá á sig stig

Íslandsmót fullorðna í brazilian jiu jitsu – vann -82 kg flokkinn. Keppti á undanþágu því hann er of ungur til að keppa á fullorðinsmótum.

Sleipnir open nogi brazilian jiu jitsu – 3 sæti í sínum flokki. Hans glíma var valin glíma mótsins.

Sleipnir open gi brazilian jiu jitsu – 1 sæti í sínum flokki, 2 sæti í opna flokknum. Fékk
verðlaun fyrir flottasta bragð mótsins.

 

Christine Bucholtz er félagi nr. 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa
sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010.
Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á tímanum 23 klst og 30
mín. Hún lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012.
Það var hlaupið á átta dögum um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320
km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine
Ultima Frontera í Andalusiu á Spáni dagana 20. og 21. október sl. Það er 166 km langt
hlaup í fjalllendi. Þar sigraði hún kvennaflokkinn í 166 km. og var sú eina sem lauk
hlaupinu af konunum. Var 6. sæti í heildina af 25 sem luku keppni. Um 50 manns
hófu keppni. Var útnefnd ofurhlaupari ársins 2012 í kvennaflokki á uppskeruhátíð
Frjálsíþróttasambands Íslands í lok október.

Aðrir sem voru tilnefndir:

Frá knattspyrnudeild UMFG:

Óskar Pétursson
Óskar lék 26 leik með Grindavík í sumar og sannaði að hann er einn af
máttarstólpum Grindavíkurliðssins. Óskar er sterkur liðsfélagi innan vallar sem utan
og var einn af markvörðum U-21 sem skartaði sínum besta árangri frá upphafi og
komst í úrslitakeppni Evrópumótssins í Danmörku í 2011. Með frammistöðu sinni
með Grindavíkurliðinu undanfarin ár hefur hann sýnt og sannaði að hann er einn
af bestu rmarkvörðum Íslands og stefnir á A – landslið Íslands. Óskar er sannur
Grindvíkingur með stórt Grindavíkurhjarta sem slær á réttum stað þegar hann klæðist
Grindavíkurbúningnum

Marko Valdimar Stefánsson
Marko lék 21 leik með Grindavíkurliðinu í sumar.. Hér er á ferðinni einn efnilegasti
leikmaður okkar Grindvíkinga í dag, traustur og metnaðarfullur leikmaður sem á
framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Marko er prúðmenni innan vallar sem utan og
hefur reynst Grindvíkingum ómetanlegur styrkur.. Marko hefur milka ástríðu fyrir
knattspyrnu og má segja að eplið falli ekki langt frá eikinni en Marko er sonur Milan
Stefán Jankovic sem var besti leikmaður hér á landi tímabilið 1992 til 1999. Marko
hefur sýnt það og sannað að hann er einn af framtíðarleikmönnum í íslenskum
fótbolta og á eftir að ná langt á þeim vettvangi.

Frá körfuknattleiksdeild UMFG:

Jóhann Árni Ólafsson
Var lykilleikmaður í liði Grindavíkur sem vann Íslandsmeistaratitilinn á árinu. Var
valinn besti leikmaður liðsins af þjálfara á lokahófi eftir tímabilið. Var valinn í
landsliðshóp Íslands. Er góð fyrirmynd og hefur getið sér gott orð fyrir þjálfun í yngri
flokkum Grindavíkur.

Þorleifur Ólafsson
Það sást á síðasta tímabili að þegar Þorleifur er heill heilsu er hann einn af bestu
leikmönnum Íslands. Varð íslandsmeistari með Grindavík í vor og var valinn besti
leikmaður úrslitakeppninnar af þjálfara á lokahófi eftir tímabilið. Þorleifur hefur verið
góð fyrirmynd síðustu ár og staðið sig vel í þjálfun yngri flokka. Var valinn í landslið
Íslands en gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.

Frá golfklúbbi Grindavíkur:

Kristinn Sörensen:
Kristinn er núverandi klúbbameistari GG. Hann hélt forystunni alla fjóra

keppnisdagana og endaði á tveimur höggum betur en klúbbmeistari síðasta árs.
Kristinn varð m.a. stigameistari GG árið 2011. Kristinn hefur verið fastur liðsmaður
sveit GG í sveitakeppni GSÍ undanfarin ár. Hann fór fyrir sveit okkar manna í 3.
deild sem leikin var í Öndverðanesi með nokkuð góðum árangri. Það munaði aðeins
hársbreidd að GG kæmist upp um deild, en sveitin endaði í 3. sæti annað árið í röð.

 

Frá júdódeild UMFG:
Sigurpáll Albertsson
Sigurpáll hefur verið einn okkar sterkasti judómaður í sínum aldurs og þyngdarflokki
undanfarin ár. Sigurpáll hefur verið nær ósigrandi í sínum flokki, og er hann farinn að
gera atlögu að verðlauna sætum í flokki fullorðinna.
Síðasta ár hefur verið gott hjá Sigurpáli, hann er Íslandsmeistari í flokki pilta -90 kg
undir 20 ára, var í sveit Grindavíkur sem hlaut silfur í sveitakeppni í U-20, 3 sæti í
flokki fullorðinna á Reykjavík Int. Games, 5 sæti á Íslandsmeistaramóti fullorðinna
og var valinn í Landsliðið til fara á Norðurlandmót, auk verðlauna á ýmsum smærri
mótum. Sigurpáll er samviskusamur á æfingum og leggur sig ávallt 100% fram,er
góður félagi og er vel af þessar tilnefningu komin.

Frá íþróttafélag Grindavíkur (ÍG):
Helgi Már Helgason.
Helgi Már er búinn að spila vel í ár og var í lykil hlutverki í liðinu sem féll naumlega úr
1. deildinni í vor og hefur haldið uppteknum hætti í 2. deildinni núna í haust þar sem
ÍG er í 2. sæti í sínum riðli. Besta leikinn átti Helgi í bikarnum um daginn þegar hann
skoraði 21 stig og tók 25 fráköst! á móti Keflavík b.

Eftirfarandi konur voru tilnefndar:

Frá knattspyrnudeild UMFG:

Þórkatla Sif Albertsdóttir.
Þórkatla Sif Albertsdóttir var fyrirliði kvennaliðs Grindavík í knattspyrnu síðasta
tímabil. Hún spilaði 14 leiki með liðinu og skoraði í þeim 8 mörk. Katla er sannur
leiðtogi og gefst aldrei upp.

Rebekka Þórisdóttir.
Rebekka Þórisdóttir er 17 ára mjög efnileg knattspyrnukona. Hún spilaði 15 leiki fyrir
hönd Grindavíkur í 1. deild og í bikarkeppninni síðasta sumar og skoraði í þeim 1
mark. Hér er mikið efni á ferðinni og verður gaman að fylgjast með Rebekku næstu
árin.

Frá körfuknattleiksdeild UMFG:

Berglind Magnúsdóttir.
Hefur verið í Grindavík allan sinn feril og hefur farið í gegnum súrt og sætt með
liðinu. Berglind var valin besti leimaður síðasta tímabils á lokahófi eftir tímabilið.
Var lykilleikmaður í liðinu sem fór upp úr 1.deild í úrvalsdeild í vor. Hefur spilað vel í
byrjun nýs tímabils og er góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Petrúnella Skúladóttir.

Hefur átt magnað ár, varð íslands- og bikarmeistari með Njarðvík í vor. Var valin
í úrvalslið KKÍ á lokahófi þeirra eftir tímabilið. Skipti yfir í Grindavík í sumar og er
máttarstólpi liðsins á nýju tímabili. Var lykilleikmaður í landsliði Íslands sem stóð sig
vel á Norðurlandamóti í sumar og hefur verið góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Frá golfklúbbur Grindavíkur:

Hildur Guðmundsdóttir

Hildur varð klúbbmeistari GG árið 2012 er hún sigraði á meistaramóti golfklúbbsins
nokkuð örugglega eða með 11 högga mun. Hildur er vel að titlinum komin og hefur
hún verið ein af kjölfestum kvennagolfsins innan klúbbsins undanfarin ár og var m.a.
klúbbmeistari GG árið 2008.

Frá sunddeild UMFG:
Erla Sif Arnardóttir.
Erla Sif Arnardóttir verði tilnefnd til Íþróttamanns Grindavíkur. Hún hefur á árinu náð
lágmörkum á bæði ÍM 50 og AMÍ sem verður að teljast ágætis árangur hjá henni. Erla
Sif er öðrum sundmönnum góð fyrirmynd og er dugleg að hvetja þau áfram.

Frá Taekwondódeild UMFG:
Ylfa Rún Erlendsdóttir.
Ylfa er íslandsmeisari í bardaga annað árið í röð eftir að hafa unnið sinn flokk
örugglega. Á bikarmót Taekwondosambands Íslands í nóvember s.l. vann hún sinn
flokk í bardaga og vann til silfurverðlaun í tækni. Á Íslandsmótinu í tækni vann Ylfa
bronsverðlaun í eintaklingstækni og silfurverðlaun í hópatækni. En þess má geta að
Ylfa er að sigra keppendur með hærra belti en hún er með. Ylfa er mjög metnaðarfull
og duglegur iðkandi. Hún hjálpar til við þjálfun hjá yngri iðkendum deildarinnar, sækir
auka æfingar til Keflavíkur og tekur þátt í flestum þeim mótum og æfingabúðum sem
eru í boði. Ylfa stefnir á að taka svartbeltispróf á komandi ári.