Körfuboltavertíðin af stað af nýju

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksvertíðin hefst á ný í kvöld eftir jólafrí. Grindavík tekur á móti Tindastóli í Röstinni kl. 19:15. Grindavík trónir á toppi deildarinnar ásamt Þór Þorlákshöfn með 16 stig en Tindastóll er í neðsta sæti með fjögur stig.

 

Engu að síður má búast við jafnari leik en ætla má. Tindastóll hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu, unnu deildarbikarinn og hafa svo unnið tvo deildarleiki í röð eftir að hafa stokkað upp í leikmannamálum.

Kvennalið Grindavíkur tekur svo á móti KR á laugardaginn í Röstinni kl. 16:30. Haustið reyndist Grindavíkurliðinu nokkuð erfitt en liðið hefur æft vel í jólafríinu og stelpurnar mæta eflaust grimmar til leiks gegn KR.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á fyrstu leiki Grindavíkurliðanna á nýju ári.