Stelpurnar byrja 2013 með látum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur byrjuðu nýja árið með látum og skelltu KR í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 67 stigum gegn 56. Grindavíkurstelpur börðust eins og grenjandi ljón allan tímann og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

KR lék án bandarísks leikmanns og hafði það eflaust talsvert að segja. En það verður ekki tekið af heimastúlkum að þær léku mjög vel í fyrri hálfleik og var staðan 36-24 Grindavík í vil. Þessi munur hélst meira og minna allan seinni hálfleilkinn og sigurinn tiltölulega þægilegur og öruggur.

Petrúnella Skúladóttir sem var stigahæst með 22 stig, 11 fráköst og 6 stolna bolta. Crystal Smith þjálfari var með 16 stig og 5 stolna bolta. Helga Rut Hallgrímsdóttir var með 10 stig og 10 fráköst.

Staðan:

1. Keflavík 15 14 1 1175:980 28
2. Snæfell 15 11 4 1127:977 22
3. KR 15 9 6 1008:991 18
4. Valur 15 8 7 1050:1000 16
5. Haukar 15 7 8 1021:1054 14
6. Grindavík 15 5 10 1022:1091 10
7. Njarðvík 15 4 11 1002:1150 8
8. Fjölnir 15 2 13 1036:1198 4