Grindavík tekur á móti KR í nítjándu umferð Dominosdeild karla. Grindavík er með tveggja stiga forskot á toppnum en þurfa að sýna betri leik en gegn Stjörnunni í síðustu umferð til að halda sætinu. Einungis 4 umferðir eru eftir en Grindavík á löngu ferðalögin eftir og það gegn liðum sem eru að berjast fyrir sæti sínu og sæti í úrslitakeppninni. …
Nágrannaslagur í kvennakörfunni
Grindavíkurstelpur sækja Keflavík heim í úrvalsdeild kvenna í körfubolta kl. 19:15. Þetta verður án efa erfiður leikur fyrir Grindavík enda trónir Keflavík á toppi deildarinnar. Grindavík er hins vegar í fallsæti, í því næst neðsta.
Daníel Leó á úrtaksæfingar hjá U19
Daníel Leó Grétarsson leikmaður Grindavík hefur verið kallaður inn á úrtaksæfingar hjá U19 ára landsliðinu í knattspyrnu um næstu helgi. 25 manna hópur hefur verður kallaður inn á æfingarnar en þjálfari liðsins er Kristinn R. Jónsson. Daníel Leó hefur átt fast sæti í liði Grindavíkur á undirbúningstímabilinu og staðið sig með mikilli prýði.
Keflavík – Grindavík
Heil umferð er í Dominosdeild kvenna í kvöld og þar á meðal leikur Grindavíkur og Keflavík. Leikurinn fer fram í Toyota höllinni og hefst klukkan 19:15. Keflavík er á toppi deildarinnar en með góðum leik geta Grindavík sigrað í kvöld. Keflavík tapaði síðasta leik, gegn Haukum og sömuleiðis gegn Val í byrjun mánaðarins þannig að þær er ekki alveg ósigraðar …
Daníel Leó á úrtaksæfingar hjá U19
Daníel Leó Grétarsson leikmaður Grindavík hefur verið kallaður inn á úrtaksæfingar hjá U19 ára landsliðinu í knattspyrnu um næstu helgi. 25 manna hópur hefur verður kallaður inn á æfingarnar en þjálfari liðsins er Kristinn R. Jónsson. Daníel Leó hefur átt fast sæti í liði Grindavíkur á undirbúningstímabilinu og staðið sig með mikilli prýði. Hópurinn sem æfir með Daníel
Sigur þrátt fyrir jafntefli!
Grindavík gerði jafntefli við BÍ/Bolungarvík 1-1 í Lengjubikarkarla í knattspyrnu um helgina. Engu að síður verður Grindavík dæmdur 3-0 sigur því Djúpmenn notuðu tvo ólöglega leikmenn í leiknum sem þeir voru með til reynslu. Eins og í undanförnum leikum tefldi Grindavík fram ungu liði sem stóð sig með prýði. Gylfi Örn Öfjörð kom Grindavík yfir en BÍ/Bolungarvík jafnaði metin stundarfjórðungu …
Tap gegn Stjörnunni
Garðbæingar virðast hafa gott tak á okkar mönnum því í fyrsta leik eftir bikarleikinn sigraði Stjarnan Grindavík örugglega 104-82 Það var þriðji leikhluti sem skar úr milli liðanna. Stjarnan vann þann leikhluta 34-18. Hér eftir er umfjöllun karfan.is af leiknum: “Grindvíkingar mættu í Ásgarð í kvöld og öttu kappi við nýkrýnda bikarmeistara Stjörnunnar, en eins og frægt er orðið unnu …
BÍ/Bolungarvík 1 – Grindavík 1
Grindavík og BÍ/Bolungarvík mættust í Lengjubikarnum á laugardaginn. Leikurinn fór fram Í Akraneshöllinni. Byrjunarlið Grindavíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum: Óskar Pétursson, Daníel Leó Grétarsson, Hákon Ívar Ólafsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Jordan Edridge, Scott Ramsay, Óli Baldur Bjarnason, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Magnús Björgvinsson, Gylfi Örn Á Öfjörð og Guðfinnur Þórir Ómarsson. Sem sagt margir ungir og efnilegir leikmenn og er ný …
Stórtap gegn Stjörnunni
Grindavík steinlá fyrir Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar liðin mættist í Garðabæ í kvöld. Þar með tókst Grindavík ekki að hefna fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Stjarnan gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora 34 stig gegn 18 stigum Grindvíkinga. Stjarnan-Grindavík 104-82 (30-25, 19-18, 34-18, 21-21) Grindavík: Aaron Broussard 21/10 fráköst/6 …
Grindavík rótburstaði Skallagrím
Grindavík rótburstaði nýliða Skallagríms með 107 stigum gegn 65 í úrvalsdeild karla í körfubolta í Röstinni. Páll Axel Vilbergsson var fjarri góðu gamni hjá Skallagrími auk þess sem liðið er aðeins með bandarískan leikmann. Yfirburðir Grindvíkinga voru í raun ótrúlegir en yngri leikmenn fengu að spreyta sig sem var virkilega jákvætt. Grindavík lagði gestina með 42ja stiga mun, 107 stigum …