Keflavík – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Heil umferð er í Dominosdeild kvenna í kvöld og þar á meðal leikur Grindavíkur og Keflavík.

Leikurinn fer fram í Toyota höllinni og hefst klukkan 19:15.

Keflavík er á toppi deildarinnar en með góðum leik geta Grindavík sigrað í kvöld.  Keflavík tapaði síðasta leik, gegn Haukum og sömuleiðis gegn Val í byrjun mánaðarins þannig að þær er ekki alveg ósigraðar eins og allt stefndi í í byrjun móts.

Þetta er þriðji útileikur Grindavíkur í röð og hafa hinir tveir tapast.  Það ætti hinsvegar ekki að vera erfitt að slá í sig baráttuanda fyrir þennan nágrannaleik þannig að þetta gæti verið hin besta skemmtun í kvöld.