Stórtap gegn Stjörnunni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar liðin mættist í Garðabæ í kvöld. Þar með tókst Grindavík ekki að hefna fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Stjarnan gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora 34 stig gegn 18 stigum Grindvíkinga.

Stjarnan-Grindavík 104-82 (30-25, 19-18, 34-18, 21-21)

 

Grindavík: Aaron Broussard 21/10 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 18/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Ómar Örn Sævarsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ryan Pettinella 0/5 fráköst.