Grindavík rótburstaði Skallagrím

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík rótburstaði nýliða Skallagríms með 107 stigum gegn 65 í úrvalsdeild karla í körfubolta í Röstinni. Páll Axel Vilbergsson var fjarri góðu gamni hjá Skallagrími auk þess sem liðið er aðeins með bandarískan leikmann.

Yfirburðir Grindvíkinga voru í raun ótrúlegir en yngri leikmenn fengu að spreyta sig sem var virkilega jákvætt.
Grindavík lagði gestina með 42ja stiga mun, 107 stigum gegn 65.

Grindavík-Skallagrímur 107-65 (25-17, 24-20, 29-19, 29-9)

Grindavík: Samuel Zeglinski 20/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/7 fráköst/6 stolnir, Aaron Broussard 12/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8, Þorleifur Ólafsson 7/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Jón Axel Guðmundsson 5/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Einar Ómar Eyjólfsson 2.