BÍ/Bolungarvík 1 – Grindavík 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og BÍ/Bolungarvík mættust í Lengjubikarnum á laugardaginn.  Leikurinn fór fram Í Akraneshöllinni.

Byrjunarlið Grindavíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum:

Óskar Pétursson, Daníel Leó Grétarsson, Hákon Ívar Ólafsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Jordan Edridge, Scott Ramsay, Óli Baldur Bjarnason, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Magnús Björgvinsson, Gylfi Örn Á Öfjörð og Guðfinnur Þórir Ómarsson.

Sem sagt margir ungir og efnilegir leikmenn og er ný kynslóð að taka við.

Gylfi Öfjörð skoraði fyrsta mark leiksins á 58. mínútu en Nigel Quashie jafnaði leikinn á 77. mínútu.

BÍ/Bolungarvík var með tvo erlenda leikmenn til reynslu í leiknum sem ekki eru komnir með leikheimild þannig að Grindavík var dæmt sigurinn.

Næsti leikur í Lengjubikarnum er gegn Fylki 7.mars í Egilshöll.