Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur miðvikudaginn 3. apríl kl 20:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar Lagðir fram reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Önnur mál. Stjórnin
Grindavík sló út Skallagrím og mætir KR í undanúrslitum
Grindavík átti ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Skallagrím að velli 102-78 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrvaldseildar karla í körfubolta. Þar með tryggði Grindavík sér sæti í undanúslitum og mætir þar KR. Grindavík byrjaði vel og náði 11 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en Aaron Broussard var óstöðvandi og skoraði 17 af 30 stigum Grindavíur. …
Ingvi Þór í U15
Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfubolta hafa valið endanlega 12 manna hópa sína sem taka þátt í Copenhangen Invitational í sumar, 13.-16. júní. Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson er þeim hóp.
Sigurpáll krækti í tvenn silfur
Sigurpáll Albertsson vann tvenn silfurverðlaun á vormóti Júdósambands Íslands. Tveir fulltrúar frá Grindavík kepptu á mótinu, Marcin Ostrowski og Sigurpáll Albertsson. Marcin keppti í -66 kg flokki 15-16 ára. Hann vann fyrstu glímuna sína en gat svo ekki haldið áfram keppni vegna meiðsla og komst því ekki á verðlaunapall. Sigurpáll keppti í tveimur aldursflokkum. Í 17-19 ára flokki var hann …
4 liða úrslit
Grindavík er komið í 4 liða úrslit eftir sigur á Skallagrím í gær. Var þetta annar leikur liðanna í 8 liða úrslitum og var sigurinn aldrei í hættu í gær. Eftir jafnar þrjár mínútur tók Aaron Broussard af skarið og hitti vel úr sínum skotum. Jafnt og þétt jókst munurinn á milli liðanna og endaði leikurinn 102-78. Aaron var með 23 …
Tekst Grindavík að tryggja sig inn í undanúrslitin?
Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta ef liðinu tekst að leggja Skallagrím að vell þegar liðin mætist í Borgarnesi í kvöld kl. 19:15. Grindavík vann fyrsta leik liðanna eftir nokkurt basl og því ljóst að um hörku leik verður að ræða í kvöld.
Annar leikurinn gegn Skallagrím
Grindavík og Skallagrímur mætast í annað sinn í 8 liða úrslitum Dominsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram í Borganesi og geta okkar menn tryggt sér sæti í 4 liða úrslitum með sigri í kvöld. Ef það tekst ekki þá verður þriðji leikurinn spilaður í Grindavík á fimmtudaginn. Fyrsti leikurinn í einvígi þessara liða fór 103-86 en heimavöllur Skallagríms, Fjósið, hefur …
Vormót JSÍ
Sigurpáll Albertsson vann til tveggja silfurverðlauna á vormóti JSÍ. Tveir fulltrúar frá Grindavík kepptu á vormóti JSÍ 2013, þeir Marcin Ostrowski og Sigurpáll Albertsson. Marcin keppti í -66kg 15-16 ára. Hann vann fyrstu glímuna sína, en gat svo ekki haldið áfram keppni vegna meiðsla og komst því ekki á verðlaunapall. Sigurpáll keppti í tveimur aldursflokkum. Í 17-19 ára flokki …
Alvaran byrjar í kvöld
Íslands- og deildarmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina í kvöld þega Páll Axel vilbergsson og félagar í Skallagrími koma í heimsókn í fyrsta leik átta liða úrslitanna. Leikurinn hefst kl. 19:15. Búist má við hörku leik enda eru Skallagrímsmenn ólíkindatól og geta tekið upp á hverju sem er séu þeir í stuði. Ómar Örn Sævarsson hefur verið fjarverandi í Grindavíkurliðinu upp …
Úrslitakeppnin byrjar í kvöld
Deildarmeistarar Grindavík byrja úrslitakeppnina í kvöld þegar þeir taka á móti Skallagrím klukkan 19:15 Skallagrímur varð í áttunda sæti í deildinni og fáum við því þá í fyrstu umferð. Innan raða Skallagríms er sá leikmaður sem þekkir íþróttahús Grindavíkur hvað best, Páll Axel Vilbergsson, og gæti orðið hættulegur í kvöld. Hjá Grindavík eru tveir menn að berjast við meiðsli, Ómar …