Annar leikurinn gegn Skallagrím

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Skallagrímur mætast í annað sinn í 8 liða úrslitum Dominsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn fer fram í Borganesi og geta okkar menn tryggt sér sæti í 4 liða úrslitum með sigri í kvöld.  Ef það tekst ekki þá verður þriðji leikurinn spilaður í Grindavík á fimmtudaginn.

Fyrsti leikurinn í einvígi þessara liða fór 103-86 en heimavöllur Skallagríms, Fjósið, hefur reynst þeim með öflugt stuðningsmannalið á pöllunum.  Því væri fínt að fá sem flesta úr Grindavík og hjálpa strákunum að komast í næstu umferð.