Úrslitakeppnin byrjar í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Deildarmeistarar Grindavík byrja úrslitakeppnina í kvöld þegar þeir taka á móti Skallagrím klukkan 19:15

Skallagrímur varð í áttunda sæti í deildinni og fáum við því þá í fyrstu umferð.  Innan raða Skallagríms er sá leikmaður sem þekkir íþróttahús Grindavíkur hvað best, Páll Axel Vilbergsson, og gæti orðið hættulegur í kvöld.

Hjá Grindavík eru tveir menn að berjast við meiðsli, Ómar og David, en yngri menn þurfa þá að stíga upp og bera meiri ábyrgð.

Gestirnir losuðu sig við kana á miðju tímabili en sá sem er eftir er öflugur.  Carlos Medlock skoraði 43 stig í síðasta leik, í leik gegn Þór Þorlákshöfn þar sem Carlos og Páll Axel skoruðu um 2/3 af stigum Skallagríms.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru allir hvattir til að mæta svo skemmtileg úrslitakeppnisstemming myndist líkt og í fyrra.