Grindavík losar Stephenson undan samningi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur hefur losað Bandaríkjamanninn Chris Stephenson undan samningi. Á heimasíðu UMFG segir að hann hafi engan veginn staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Leit stendur yfir að nýjum leikmanni og er stefnt að því að hann komi til landsins sem fyrst.

Grindavík áfram í 1. deild

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Við erum ánægðir með sumarið… Verst að vera að tapa þessu á markatölu. Sérstaklega þar sem við vorum að skora mikið af mörkum í sumar og vorum lengi í fyrsta sæti,” sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindavík við fotbolti.net eftir að Grindavík rétt missti af sæti í úrvalsdeild þrátt fyrir að vinna KA í lokaumferðinni 2-1. ,,En strákarnir voru að …

Chris leystur undan samningi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Chris Stephenson, erlendur leikmaður Grindavíkur, heldur af landi brott á næstu dögum. Hann stóð engan veginn undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og var samningi við hann þar með rift. Leit stendur yfir af nýjum leikmanni og er stefnt að því hann komi til landsins sem fyrst. Áfram Grindavík.

Kemst Grindavík upp í úrvalsdeildina?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu fer fram á morgun. Grindavík á enn möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsideild karla og þarf þá að vinna KA á heimavelli en liðin mætast kl. 14:00. Jafnframt þarf Grindavík að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.   Staðan í deildinni er þessi: 1. Fjölnir 21 12 4 5 35:23 …

Verður Óskar Pétursson í fremstu víglínu?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það er gríðarleg spenna fyrir lokaumferð 1. deildarinnar sem leikin verður á morgun. Fjölnir er á toppnum með 40 stig en Grindavík er eitt þriggja liða sem er með 39 stig. Grindavík fær KA í heimsókn á morgun. Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, spilaði með KA í fyrra en hann býst ekki við neinum greiða frá félögum sínum að norðan. „Ég …

Lokaleikur í 1.deildinni á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík spilar vonandi sinn síðasta leik í 1.deildinni í langan tíma á morgun klukkan 14:00.  Grindavík tekur þá á móti Bjarna Jóhannssyni og lærisveinum hans hjá KA.  KA er um miðja deild en Grindavík þarf sigur að halda og helst að Víkingur og/eða Fjölnir misstígi sig. Fjölnir er einu stigi ofar en Víkingur og Grindavík í 2-3 sæti og Víkingur …

Þrettán ára í meistaraflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur burstuðu Hamar í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi með hátt í 40 stiga mun. Hrund Skúladóttir leikmaður Grindavíkur vakti athygli í leiknum en hún er fædd árið 2000 og er því aðeins 13 ára.  Hrund er mikið efni en hún er systir landsliðsleikmanns Grindavíkur Petrúnellu Skúladóttur. Hrund skoraði tvö stig í leiknum en hún hefur æft með Grindavíkurliðinu á undirbúningstímabilinu …

Útileikir í Lengjubikarnum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði karla og kvennalið Grindavíkur spila í Lengjubikarnum í kvöld á útivöllum.  Karlaliðið gegn Keflavík í TM höllinni og kvennaliðið gegn Hamar í Hveragerði.  Báðir leikir fara fram klukkan 19:15

Uppskeruhátíð 3. og 4. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin miðvikudaginn 18. september kl. 17:00 á sal Grunnskóla Grindavíkur. Dagskrá: • Verðlaunaafhending • Hið fræga kökuhlaðborð er á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Grindavíkurforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum.Foreldrar sérstaklega velkomnir. KveðjaUnglingaráð

Grindavík 109 – Tindastóll 108

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvík sigraði Tindastól í tvíframlengdum leik í gær, 109-108.  Var þetta þriðji leikur liðisins í Lengjubikarnum þar sem Grindavík hefur unnið tvo en tapað einum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var stigahæstur með 24 stig, Þorleifur Ólafsson 18 stig, Daníel Guðni Guðmundsson 17 stig og Jóhann Árni Ólafsson 15. Næsti leikir er gegn Keflavík á útivelli 18. september.