Lokaleikur í 1.deildinni á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík spilar vonandi sinn síðasta leik í 1.deildinni í langan tíma á morgun klukkan 14:00.  Grindavík tekur þá á móti Bjarna Jóhannssyni og lærisveinum hans hjá KA.  KA er um miðja deild en Grindavík þarf sigur að halda og helst að Víkingur og/eða Fjölnir misstígi sig.

Fjölnir er einu stigi ofar en Víkingur og Grindavík í 2-3 sæti og Víkingur með betri markatölu eftir stórsigurinn gegn Völsungi.  Ekkert er hægt að bóka fyrir leikina því Leiknir-Fjölnir, Þróttur-Víkingur og Grindavík-KA eru allt leikir sem gætu farið á allan veg í spennuþrungni lokaumferð.  Okkar menn þurfa bara að einbeita sér að einum leik þvi án sigurs er sætið í efstu deild væntanlega ekki í spilunum.

Grindavík sigraði KF 7-0 í síðustu umferð og vonandi sjáum við álíka leik á morgun.  

Grindvíkingar eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja við strákana.  Sigur á morgun og hagstæð úrslit í öðrum leikjum gerir lokahófið um kvöldið mun betra.