Kemst Grindavík upp í úrvalsdeildina?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu fer fram á morgun. Grindavík á enn möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsideild karla og þarf þá að vinna KA á heimavelli en liðin mætast kl. 14:00. Jafnframt þarf Grindavík að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.  

Staðan í deildinni er þessi:

1. Fjölnir 21 12 4 5 35:23 40
2. Víkingur R. 21 11 6 4 54:27 39
————————————-
3. Grindavík 21 12 3 6 49:31 39
4. Haukar 21 11 6 4 42:29 39
5. BÍ/Bolungarv 21 12 1 8 45:39 37
6. KA 21 9 5 7 37:29 32
7. Leiknir R. 21 9 5 7 35:28 32
8. Selfoss 21 8 3 10 42:35 27
9. Tindastóll 21 6 7 8 29:38 25
10. Þróttur 21 7 2 12 25:34 23
————————————–
11. KF 21 4 6 11 22:39 18
12. Völsungur 21 0 2 19 15:78 2

Lokaumferðin:

Tindastóll – BÍ/Bolungarvík
Völsungur – Haukar
Þróttur R. – Víkingur R.
Grindavík – KA
Leiknir R. – Fjölnir
Selfoss – KF

Fjölnir tryggir sér sæti í Pepsideildinni með sigri á Leikni en það verður erfiður útileikur fyrir toppliðið.

Víkingur fer langt með að tryggja sér sæti í Pepsideildinni með sigri á Þrótti en Víkingur er með lang bestu rmarkatöluna af þeim þremur liðum sem eru jöfn að stigum í 2.-4. sæti.

Haukar eiga botnlið Völsungs fyrir norðan í lokaumferðinni og Grindavík fær KA í heimsókn. Grindavík er með betri markatölu en KA. Ef Víkingur misstígur sig (eða Fjölnir) og Grindavík og Haukar vinna bæði ræður markatala úrslitum hvort liðið fer upp. Þar stendur Grindavík betur að vígi en Völsungar töpuðu 16-0 fyrir Víkingi í síðustu umferð þannig að allt getur gerst.