Þrettán ára í meistaraflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur burstuðu Hamar í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi með hátt í 40 stiga mun. Hrund Skúladóttir leikmaður Grindavíkur vakti athygli í leiknum en hún er fædd árið 2000 og er því aðeins 13 ára. 

Hrund er mikið efni en hún er systir landsliðsleikmanns Grindavíkur Petrúnellu Skúladóttur. Hrund skoraði tvö stig í leiknum en hún hefur æft með Grindavíkurliðinu á undirbúningstímabilinu og staðið sig vel.

Myndin var tekin af Hrund í leik liðanna í Hveragerði í gær.

Þess má geta að karlalið Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík í Lengjubikarnum með 10 stiga mun, 85-75.